Úrval - 01.08.1963, Qupperneq 146
158
ÚR VAL
lýzkur fjallahéraðanna, var
Gheek oft túlkur hans, þegar
Tom fór í sjúkravitjanir i fjar-
Jæg þorp. „Ég virti hann gaum-
gæfilega fyrir mér í þessum
ferðum,“ segir Cheek. „Þá virt-
ist verða á honum mikil breyt-
ing. Hinn innri þensla hvarf,
rödd hans varð bliðlegri, og
hann sönglaði næstum við veiku
krakkana, þegar hann var að
sinna þeim. Þá sá ég hinn sanna
Dooley birtast: feiminn, ein-
mana mann, sem haldinn var
brennandi þrá til þess að veita
hjálp, en óttaðist það ætið, að
hann yrði misskilinn, og það
var hann reyndar oft.“
Eitt sinn hafði Cheek fundið
litla telpu, sem lá yfirgefin
nær dauða en lífi við stíg í
frumskóginum. Dooley hætti
ekki tilraunum sínum fyrr en
hann hafði fært henni heilsuna.
Hún þarfnaðist uppskurða og
langrar hjúkrunar. Dooley gaf
Cheek eitt sinn mynd af henni.
Um þetta segir Cheek: „Alltai
þegar einhver talaði fyrirlitlega
um sjálfsálit Dooleys og sýndar-
mennsku, dró ég upp myndina
af telpunni og sagði við þann
hinn sama: „Dooley bjargaði
lífi þessarar vesaling's telpu.
Hve mörgum mannslifum hefur
þá bjargað?"
Tom gat alls ekki blekkt
Cheek, og þegar Dooley heim-
sótti hann á Hawaii árið 1960,
sá Cheek strax, að ekki var
mark á þvi takandi, þótt hann
virtist í fljótu bragði við góða
heilsu og léttur í bragði. Dooley
varð mjög hrifinn af 18 mán-
aða gömlum syni þeirra, sem
var að byrja að læra að ganga og
tala. Cheek minnist þess, að
eitt sinn varð Dooley mjög þög-
ull, og svipur hans virtist verða
dapurlegur. Síðan sagði hann:
„Cheek, veiztu, að ég, hinn mikli
Tom Dooley, sáröfunda þig
núna?“
„Siðan setti hann upp hvers-
dagsgrímuna aftur,’’ bætir Cheek
við. „Þetta er í eina skiptið, að
ég lief séð Dooley láta i ljós
tilfinningu, sem nálgaðist sjálfs-
meðaumkun.”
„GAMLl SMYGLARINN
Dooley eyddi nokkrum dögum
ferðarinnar i Hong Kong, en
þar fræddi hann hið nýja starfs-
lið sjúkrahúsanna i Suður-Viet-
nam og Laos um starfið og sá
um innkaup til sjúkrahúsanna.
Þá lagði hann einnig grundvöll-
inn að stofnun alþjóðlegs augna-
banka á vegum „Medico”, en
með tilkomu hans yrði ágræðsla
hornhimnu möguleg á þessum
slóðum, og þannig yrði hægt að
veita mörgu blindu fólki í Asíu
sjónina aftur.
Þann 4. ág'úst kom hann til