Úrval - 01.08.1963, Qupperneq 147
SÍÐUSTU DAGAR DOOLEYS LÆKNIS
159
Vientiane í Laos. ViS kvöldverð,
sem hann tók þátt i, var mikið
talað um liætturnar, sem nú
grúfðu yfir Laos. Allir í Vientiane
gerðu sér grein fyrir því, að
alvarleg hætta var i aðsigi. En
Dooley lagði áherzlu á, að hon-
um kæmu stjórnmál Laos ekki
hið minnsta við.
„Ég kom til Laos fullviss um,
að kommúnistar tækju við stjórn
fyrr en síðar,” sagði hann. „Ég
ætla mér að dvelja hér, þangað
til starl'i mínu er lokið, eða ég
verð neyddur til þess að hverfa
héðan á braut.”
Þessi orð voru sem spádómur
um framtíðina. Fimm dögum
síðar hernam Kong Le höfuðs-
maður yfirmaður fallhlífadeild-
anna, Vientiane mjög skyndilega
öllum að óvörum. Lið hans vildi
strax semja við kommúnistann
Pathet Lao. Siðan tilkynnti út-
varp kommúnista í Hanoi, höfuð-
borg Norður-Vietnam, að Pathet
Lao væri reiðubúinn að taka
þátt í hverri rikisstjórn, sem
myndi reka alla Bandaríkjamenn
úr landi.
Næstu vikurnar ríkti mikil
ólga og jænsla í landinu. Dooley
lagði enn meira að sér en áður.
Hann flaug til Malaya og skrifaði
undir samninga um stofnun
„Medico”-sjúkrahúss i þorpinu
Kuala Lipis. Hann heimsótti nýju
sjúkrahúsin í Laos og Suður
Vietnam. Og loks sneri hann
aftur til Muong Sing, þar sem
Wintrob hafði nú tekið við yfir-
stjórninni. Wintrob virtist stöð-
ugt verða minna um Dooley
gefið. En allt virðist á hinn bóg-
inn benda lit þess, að Dooley
hafi geðjazt að Wintrob og
liann hafi metið liann mikils.
Astæða þessarar misklíðar virð-
ist hafa verið fólgin í því, að
persónuleiki beggja var sér-
staklega sterkur, og því urðu
árekstrar, hvað völd og yfir-
stjórn snerti.
Dooley krafðist þess. t. d. að
dr. Wintrob rakaði af sér al-
skegg sitt, sem hann hafði liaft
síðan á námsárunum. Dr. Wint-
rob vildi það ekki. Um þetta
skrifar dr. Dolley í skýrslu sinni:
„Ég hef reynt að fá Ronny til
þess að skilja það, að alskegg er
tákn Frakka í augum ibúa Indó-
Kína, og ibúar Laos fyrirlíta
enn frönsku nýlenduherrana.
Hann sagðist hafa verið með
þetta skegg síðan hann var í
læknaskóla, Ég hef þvi sagt við
liann: „Rakaðu af þér skeggið,
eða fljúgðu heim! (Skeggið er
horfið)“.
Þegar Dooley kom aftur til
Vientiane þann 21. september,
var allt í uppnámi þar. Orrustur
höfðu verið háðar milli liðs
Kong Les og hins konunglega
herliðs, og sprengjum hafði