Úrval - 01.08.1963, Síða 148
160
ÚR VAL
verið kastað. Aðflutningsbanni
hafði verið komið á, og það
Iiindraði allan innflutning frá
Thailandi yfir Mekongána.
Þetta var geysilega erfitt
ástand fyrir starfsemina. Lyf og
tæki fyrir sjúkrahúsið í Muong
Sing og nýja sjúkrahúsið i Ban
Houci Sai lá í vörugeymslu
tollheimtunnar i Bangkok. A
venjulegum tímum hefði verið
hægt að flytja vörur þessar inn
í Laos gegn tryggingu án þess
að greiða innflutningsgjöld. En
nú fór ekkert eftir hinum venju-
legu leiðum. Eina lausnin var að
smygla vörunum inn í landið.
En til þess að slíkt yrði hægt,
þurfti Dooley að ná vörunum
út úr tollgeymslunni i Thailandi,
en innflutningsgjöldin þar námu
65.000 dollurum.
Og Dolley tók til sinna ráða.
Hann flug til Bangkok, knúði að
dyrum hjá hinum æðstu ráða-
mönnum, hélt ótrauður áfram
baráttu sinni. Og hann hætti
ekki fyrr en vörurnar voru allar
komnar til Ban Houei Sai eftir
ótal krókaleiðum, sem kostuðu
^eysilega fyrirhöfn. Síðasta
áfangann varð að flytja þær i
litlu flugvélinni. Bensín var
ófáanlegt, en Dooley tókst ein-
hvern veginn að útvega það, og
svo mikið er víst, að vörurnar
voru komnar tit sjúkrahúsanna,
Aður en allt var komið í eindaga.
En eftir þetta kölluðu samstarfs-
menn hans hann alltaf „Gamla
smyglarann”. Það var furðulegt
þrekvirki að koma öllu þessu í
kring, en í rauninni var það
algert kraftaverk, þegar svo dauð
sjúkur maður átti hlut að máli.
„ÉG VERÐ ÞAli EKKI."
Snemma í október sneri
Dooley aftur til New York til
annarrar læknisskoðunar og
ýmislegra prófana á sama sjúkra-
húsinu og fyrr. Hann ætlaði
einnig að sitja stjórnarfund
„Medico“. Prófanirnar voru aft-
ur neikvæðar. En þegar fundar-
dagurinn nálgaðist, virtist
Dooley verða sífellt eiraðarlaus
ari og uppstökkari. Það kann
að hljóma sem mótsögn, en það
var hin furðulega velgengni
„Medico“, sem átti sökina.
Leo Cherne, framkvæmda-
stjóri Rannsóknaráðs Ameríku,
náinn vinur Dooleys, segir svo
um þetta: „Hann efaðist atls
ekki um hlutverk og tilgang
„Medico" En hann óttaðist það
hversu risavaxin stofnun þetta
var orðin.“ í fyrstu hafði að-
eins verið um 2 litil sjúkrahús
og nokkra menn að ræða, en
nú voru sjúkrahúsin orðin sam-
tals 15, dreifð um 12 lönd, og
starfsliðið var nú orðið 23
læknar og 22 bandariskar hjúkr-
unarkonur og aðstoðarmenn.