Úrval - 01.08.1963, Síða 149
SÍÐUSTU DAGAR DOOLEYS LÆKNIS
161
Á stjórnarfundinum þann 15.
október var Uooley kosinn vara-
forseti „Medico“. „Ég fer til
Nýju Delhi eftir nokkra daga til
þess að koma á laggirnar hjálp-
arstarfi fyrir flóttafólkið frá Tí-
bet,“ sagði hann fundarmönn-
um. „Þaðan fer ég svo til Afgha-
nistan og Malaya. Þar á eftir
þurfum við í „Medico“ að at-
liuga betur mál okkar. Við
megum ekki vaxa of hratt.
Stofnunin má ekki heldur verða
eins háð einum manni og hing-
að til . . . . og þar á ég við
Dooley.“
Þann 28. október ílug hann
af stað til Indlands. Malcolm
Dooley og Copenhaver fylgdu
honum á flugvöllinn. Þeir sögð-
ust hlakka til að hitta hann í
Asíu næsta vor, en Tom hvatti
þá til þess að breyta ferða-
áætluninni.
„Komið í nóvember eða alls
ekki,“ sagði tiann ákveðinn. „Ég
verð þar ekki, eftir að komið
verður fram í janúar.“
Merking orða þessara varð
ljósari, þegar hann heimsótti
Ludhiana i Indlandi. Þar ávarp-
aði hann nemendur Kristilega
Læknaskólans þar í borg. Dr.
Casberg minnist vel heimsóknar
lians: „Hann var þjáður maður,“
segir dr. Casberg, ,,en það var
augsýnilegt, að hann neitaði að
taka tillit til hindrana þeirra,
sem sjúkdómurinn lagði i veg
hans. Hann ávarpaði nemend-
urna, og með hjálp sinnar irsku
kímni tókst honum að vinna
hylli þeirra. Um kvöldið stóð
hann fyrir fjöldamansöng pilL
anna fyrir utan svefnskála
stúlknanna í skólanum. En slíkf
og þvílíkt hafði aldrei gerzt í
Punjabhéraði fyrr!“
Síðar um kvöldið bað Dooley
dr. Casberg að skoða bringp
sína. „Ég þuklaði liana vand-
lega og leitaði að merkjum uni
vaxandi krabbamein,“ segir dr.
Casberg. „Ég fann engin bein
merki sliks, en kvalirnar í baki
hans og önnur sjúkdómsein-
kenni bentu okkur á, að ekki
hafði tekizt að komast fyrir
rætur krabbameinsins. Um,
kvöldið tók ég eftir, að hann
reigði sig oft aftur á bak og
greip um mitti sér heljartaki
með báðum höndum, líkt og
hann vildi þrýsta kvölunum úf
úr líkamanum.“
SVARTA SKÝIÐ.
Þeir Copenhaver og Malcoln^
Dooley komu til Bangkok þann
13. nóvember. Næsta morgun
lagði Tom af stað með þeim i
eftirlitsferð til allra Medico-
sjúkrahúsanna í Combodiu,
Laos og Suður-Vietnam. Um ferð
þessa segir Copenhaver: „Fyrst
j)egar við komum, virtist Tom