Úrval - 01.08.1963, Side 150
162
ÚR VAL
hlaðinn sömu óþrjótandi orku
sem fyrr og leit út fyrir að vera
léttur í lund. En við sáum, að
honum hrakaði stöðugt næstu
12 daga.“
Nýi flugmaðurinn hans, Ted
Werner að nafni, sagði eitt sinn
í trúnaði við Copenhaver:
„Hann er að gera út af við sig.
Hann vill ekki hlusta á mig, en
hann metur þig mikils. Þú verð-
ur að gera eiitthvgð í þessu.“
Copenhaver reyndi þvi að tala
um fyrir Tom, en hann vildi
ekki hlusta á hann. „Það leit út
fyrir, að hann kynni að hníga
niður einhvern daginn," segir
Copenhaver, „en nú virtist ekk-
ert geta stöðvað hann í örvænt-
ingarfulltri tilraun hans til þess
að koma sem mestu i fram-
kvæmd.“
Þann 20. nóvember flugu þeir
til Tourane í Quang Ngai hér-
aðinu i Suður-Vietnam. Þegar
þangað kom, var þeim sagt, að
þeir gætu ekki haldið áfram til
sjúkrahússins i Quang Ngai og
fengju enga vopnaða fylgdar-
menn, þvi að nú væri lið komm-
únista á næstu slóðum. Dooley
hætti samt ekki fyrr en hann
fékk jeppa og fylgdarmann. Og
til Quang Ngai komust þeir.
Þeir heyrðu margar sögur um
hryðjuverk í héraðinu og þurfti
að sinna mörgum slíkum sjúkl-
ingum í sjúkrahúsinu. En Dool-
ey hafði kynnzt sliku áður.
Þetta kom honum þvi ekki eins
á óvart og þeim hinum.
Þeir sneru aftur til Laos frá
Quang Ngai, og þann 25. nóv-
ember flugu þeir til Bangkok,
en þar ætluðu þeir að stanza ör-
lítið á leið sinni til Hong Kong,
en þaðan ætluðu þeir Copen-
haver og Malcolm að halda aftur
heim til Bandarikjanna. Þeir
horfðu hugfangnir út um glugga
vélarinnar á hið fagra sólarlag.
En skyndilega sveif litið, svart
þrumuský fyrir sólina. „Þetta
er táknrænt um lif mitt,“ sagði
Dooley þá. „Sjóndeildarhring-
urinn er óendanlegur og tak-
markalaus. Ekkert getur stöðvað
mig .... nema hið litla, svarta
ský krabbameinsins.“
Svo sveif þrumuskýið fram
hjá sólinni, og nú nutu þeir
á nýjan leik hins fagra sólar-
lags, þá sagði Copenhaver
„Sjáðu, Bob, hversu fljótt það
hverf á braut. „Þá svaraði Doo-
ley: „Mitt svarta ský hverfur
aldrei.
Skömmu eftir að Tom hafði
kvatt þá i Hong Kong og þeir
voru flognir heim á leið,
hringdi síminn hjá Travis Flet-
cher, vini Dooleys þar i borg:
„Travis, þetta er Tom Dooley.
Ég held, að ég hafi ekki þrek
til þess að halda aftur til Laos.
Hvað heitir læknirinn þinn