Úrval - 01.08.1963, Side 151
SÍÐUSTU DAGAR DOOLEYS LÆKNIS
hérna? Með hvaða sjúkrahúsi
mælirðu?
Tveim stundum siðar var
Dooley kominn á sjúkrahús i
Hong Kong. ,,Kvöld þetta sat
ég hjá Dooley,“ segir Fletcher,
„og hann sagði, að sig langaði
i einhvern kínverskan mat. Og
svo þegar kræsingarnar komu,
snerti hann varla matinn. Hann
bað mig um að sjá um, að það
kæmist ekki í blöðin, að hann
lægi þarna í sjúkrahúsinu.
Næsta dag fór ég svo aftur til
hans. Hann sýndi mér röntgen-
niyndirnar, sem nú höfðu verið
teknar af honum, og benti á
nokkra hvita bletti meðfram
hryggsúlunni. „Þess vegna hef
ég svona mildar kvalir,“ sagði
hann. „Travis, þetta er komið
til mænunnar. Guð minn góður,
og ég á eftir að gera svo mikið
enn þá!“
KAPPHLAUP VIÐ TÍMANN
Ofí ÞJÁNINfíUNA.
8.—19. desember: Sérstakt
sjúkralífstykki handa Dooley var
búið til i Bandarikjunum og
sent í flugi til Hong Kong.
Þangað kom það þann 8.
desember. Það var Dooley mikil
kvöl, þegar það var reyrt að
honum, en hann vissi, að það
var ill nauðsyn til þess að veiti
hryggjarliðunum stuðning, en
þeir voru nú byrjaðir að leys-
163
ast upp. Hann vonaði líka, að
þetta myndi draga úr þrýstingi
á taugarnar. Hann kallaði þetta
fyrirferðarmikla lífstykki „Járn
jómfrúna“.
Hann fór frá Hong Kong ákveð
in í að fara í síðustu skoðunar-
ferðina til allra „Medico“—
sjúkrahúsanna og kom til Saigon
þann 10. desember. Nú var
hann allt of veikur til þess að
geta heimsótt An Lec-munaðar-
leysingjahælið, svo að frú Ngau
hcimsótti hann í gistihúsið.
„Hann var mjög dapur,“ segir
hún. „fig reyndi að hressa hann
upp, en mér tókst það ekki. Nú
viðurkenndi hann í fyrsta skipti,
að hann vissi, að hann ætti ekki
langt eftir. Hann sagði hvað eftir
annað: „En ég verð einhvern
veginn að halda áfram. Það er
svo margt, sem taka þarf ákvörð-
un um.“
Frú Ngai þoldi ekki að sjá
hann tárfella. llún fór einnig
að gráta. Tom reyndi að hug-
hreysta hana og talaði um
munaðarleysingjahælið hennar,
sem honum hafði þótt svo vænt
um og hann hafði stuít svo
lengi með ráðum og dáð. „Líf
þitt hefur verið dýrðlegt,“ sagði
hann. „En þú mátt ekki hætta
baráttunni. Þú skalt starfa og
biðjast fyrir og einbeina öllum
þínum kröftum að því lilutverki,
sem guð hefur fengið þér í hend-