Úrval - 01.08.1963, Síða 153
SÍÐUSTU DAGAR DOOLEYS LÆKNIS
165
ætlaði ekki að leyfa honum að
farað“ segir Pat. „Ég grét og
varð ofsa hrædd. En einmitt þá
staulaðist Tom inn. Hann var i
þessu hræðileg'a lífstykki og
kvaldist augsýnilega. Eftirlits-
niaðurinn leit snöggvast á hann
og stimplaði siðan i vegabréfið.
Hann sagði ekki orð.“
ASÍA KVÖDD.
19.—2í. desember. Ted Wern-
er finnst sem dagarnir fram að
jólum 1960 hafi verið sem ein
martröð.
„Við komum til Bangkok
þann 19. desember,“ segir hann,
„og Tom var mjög illa á sig
lcominn. Bílferðin frá flugvell-
inum eftir hinum óslétta vegi
var honum ofsaleg kvöl, og hann
öskraði á bílstjórann. Hann var
algerlega örmagna, þegar við
komum til gistihússins. Hann
megnaði jafnvel ekki að komast
upp í rúmið, svo að við lögðum
dýnu á gólfið, og á hana lagðist
hann.“
Loks varð Tom að viður-
kenna, að hann yrði að snúa
heim til Bandarikjanna. Hann
bað Ted að fljúga til Laos og
sækja lækna „Medico“ og fljúga
með þá til Bangkok, svo að hann
gæti átt fund með þeim þar.
Aðfaranótt þess 23. desember
hringdi Tom i séra John Bouc-
her og bað hann um að koma
starx til gistihússins og veita
sér heilaga kvöldmáltið. Séra
Boueher dauðbrá, þegar liann
kom inn í herbergið. „Þarna
var Tom aleinn og þjáður. Hann
iá á dýnu á gólfinu. Hann var
náfölur“ segir séra Boucher.
Tom sagðist vilja vera viss um,
að liann gæti neytt heilags alt-
arissakramentis fyrir jólin, en
hann væri nú á leið heim.
Séra Boucher leit á hann og
svaraði: Ég held, að ég ætti að
veita þér hina síðustu smurn-
ingu.“ Tom þagði nokkra hríð.
Augsýnilega höfðu orð prests-
ins djúp áhrif á hann. „Já,
faðir,“ svaraði hann að lokum.
„Það skaltu gera.“
Meðan á athöfninni stóð, var
Tom rólegur og virtist sætta sig
við orðinn hlut. Um þetta segir
séra Boucher: „Hinar þjakandi
áhyggjur virtust hverfa. Tom
var einn með Guði . . . . i sátt
við Guð.“
Tom var augsýnilega mjög
þjáður næsta dag. Að lokum
bað hann vini sina að yfirgefa
herbergið, þegar liann gat ekki
afborið kvalirnar lengur, en
slikt var venja hans.
25. desember. Þegar séra
Boucher heimsótti hann aftur
á jóladagsmorguninn, var Dool-
ey augsýnilega mjög þungt hald-
inn. En hann þvingaði sig til
að brosa. Eftir altarissakrament-