Úrval - 01.08.1963, Síða 155
SÍÐUSTU DAGAR DUOLEYS LÆKNIS
167
fyrstu gat hann notað útbún-
aðinn til þess að hagræða sér
í rúminu, en smám saman varð
sú fyrirhöfn honum ofviða,
og hann reyndi slíkt jafnvel
ekki lengur.“
Gúmlárskvöld. Það var dap-
urt yfir áramótunum. 31. des-
ember barst frétt þess efnis, að
vegna ringulreiðárinnar i norð-
urhluta Laos, hefði starfsfólk
sjúkrahússins í Muong Sing ver-
ið flutt burt til Ban Houei Sai.
Ilooley varð mjög dapur i
bragði, er hann sá skeytið.
1.—Í7. janúar. Sífellt þvarr
máttur Toms. 11. janúar liafði
andlit hans lamazt öðrum megin.
Þetta hafði áhrif á sjón hans og
svört skinnpjatla var sett fyrir
hægra auga hans. Læknarnir
sögðu Malcolm, að krabbamein-
ið breiddist nú ört út.
Agnes Dooley, móðir hans
aðdáunarverð kona, hafði dval-
ið i New York, siðan hann kom,
svo að hún gæti heimsótt hann.
Heilsa hennar var ekki heldur
góð. Nú fengu þeir Malcolm og
læknarnir hana til þess að fara
heim aftur til St Louis. full-
vissuðu hana um, að ef ein-
hver óvænt breyting yrði, myndi
Malcolm hringja til hennar og
og hún gæti flog'ið til New York
á nokkrum stundum.
Þriðjudaginn 17. janúar átti
Tom Dooley afmælisdag. Þá
varð hann 34 ára gamall. Teresa
fór í sjúkrahúsið um hádegið.
Tom þekkti hana ekki aftur.
,Hann benti stöðugt á ýmsa
hluti og talaði i eintómu sam-
liengisleysi," segir hún. „Ég var
viss um, að hann vildi, að ég
gerði eitthvað, en ég fann
enga merkingu í orðum hans og
bendingum.“
Tom náði fullu valdi yfir
skynjun sinni síðdegis sama dag,
þegar Spellman kardínáli kom í
heimsókn til hans. Hann þekkti
kardinálann tafarlaust, reis upp
i rúminu og heilsaði honum með
kveðju Laosbúa, þ. e. með hönd-
um i bænarstellingu fyrir and-
litinu og höfuð hneigt litillega.
Kardínálinn dvaldi nokkra
stund iijá- Dooley. Augu hans
voru tárvot, þegar hann kom
þaðan út aftur. „Ég reyndi
að fullvissa hann um það,“ seg-
ir kardínálinn, „að á sínum 34
æviárum hefði hann áorkað því,
sem mjög fáir hafa áorkað á
langri ævi.“
18. janúar. Teresa Gallagher
hafði ákveðið að heimsækja ekki
Tom þá um kvöldið, sem þó var
venja hennar. Þess í stað ætlaði
hún að dvelja lengur i skrifstof-
unni og vélrita að nýju nokkur
bréf, sem Tom hafði skrifað
undir ólæsilegri hendi fyrir
nokkrum dögum. En þegar hún
lauk þriðja bréfinu og ætlaði að