Úrval - 01.08.1963, Page 156
1G8
U R V A L
fara að undirrita það sjálf, datt
henni i hug: „Þetta eru síð-
ustu bréfin, sem ég mun nokkru
sinni skrifa fyrir hann.“ Og hún
ákvað að fara í sjúkrahúsið.
Klukkan var næstum orðin
hálfátta. Malcolm var farinn á
fund hjá „Medico“, þegar hún
kom i sjúkrahúsið, og Teresa
var eini gestur Toms. Hjúkrun-
armaðurinn sagði henni, að
Dooley virtist blunda vært.
Þau gengu inn í herbergið.
„Tom leit svo illa út,“ segir
Teresa, „að ég ákvað að biðj-
ast fyrir upphátt, jafnvel þótt
hjúkrunarmaðurinn stæði
þarna. Tom lyfti annarri hend-
inni, líkt og hann hefði heyrt
til mín. Ef til vill merkti þessi
bandhreyfing ekki neitt, en þó
held ég, að hún liafi haft ein-
hverja vissa merkingu.“
Hún tók að safna saman bréf-
um Toms, og þá sá hún nafn-
spjald á borðinu. Hún spurði
hjúkrunarmanninn, hver hefði
sent það eða skilið það eftir.
„Það var prestur," sagði liann.
„Hann heitir faðir George
Muller og er prestur hér við
sjúkrahúsið.“
Teresa hugsaði sig um stund-
arkorn. „Tony,“ sagði hún, „ég
ætla að hringja i þennan prest
og biðja hann að koma hingað.
Ég er að vísu ekki fjölskyldu-
meðlimur, en Tom litur svo
liræðilega illa út . . .“
Presturinn kom tafarlaust.
„Við fórum inn í herbergið sam-
an,“ segir Teresa, „og ég' kraup
við rúmið, á meðan hann las
bænirnar og smurði Tom hinni
siðustu smurningu. Það skiln-
ingavit, sem menn missa síðast
vald yfir, er heyrnin, og því
beygir presturinn sig að lokum
yfir eyra sjúklingsins og hvísl-
ar: „Sonur, far nú á fund Guðs
þíns.“ Þessi orð munu aldrei
hverfa mér úr minni.“
Þau Teresa og Tony hjúkrun-
armaður urðu kyrr i herberginu,
eftir að presturinn fór. Tom
andaði nú rólega, og' yfir andliti
hans hvíldi nú augsýnilega frið-
ur og ró. Teresa stóð við höfða-
gafl rúmsins og virti hann fyrir
sér um stund. Skyndilega gerði
hún sér svo grein fyrir þvi, að
Tom dró ekki lengur andann.
„Tony,“ hvíslaði hún, „var
Tom ekki að deyja í þessu?“
Tony þreifaði á slagæð Toms og
kinkaði kolli.
Um þetta segir Teresa: „Hið
fyrsta sem mér datt í hug var
þetta: Guð er góður . . . Hann
leið út af í friði, og hann hafði
náð fundi prests, sem hafði veitt
honum hina siðustu bjónustu.
Hvers vegna hafði ég verið
stödd þarna? Ég hafði ekki ætl-
að mér það. Hann hafði komið
svo langa leið, svo þungt hald-