Úrval - 01.08.1963, Side 157
SÍÐUSTU DAGAR DOOLEYS LÆKNIS
109
inn, til þess að mega dvelja lijá
þeim, sem elskuðu liann. Og að
liugsa sér . . . Það hefði getað
farið svo, að hann hefði dáið
einn . . .“
Og' þannig dó Tom Dooley kl.
9.45 að kvöldi miðvikudags 18.
janúar, 1901. Krufningin sýndi
ijóslega, á hversu hátt stig sjúk-
dómurinn var kominn og hversu
mjög Tom hlýtur að liafa þjáðst.
Hið illkynjaða krabþamein var
komið i heila hans og lungu, lif-
ur, milta og hjarta . . . það var
varla nokkurt líffæri, sem var
laust við það. Mergurinn var
næstum allur horfinn úr beinum
hans og krabbameinsæxli komin
í hans stað.
IIVÍL í FRIÐl.
Sunnudagskvöldið 22. janúar
lá lík Toms Dooleys á viðhafn-
arbörum í dómkirkju í fæðing-
arborg hans, St. Louis. Þús-
undir manna gengu fram hjá
likbörunum.
Snemma næsta morgun fór
Dooley-fjölskyldan, ásamt Bob
Copenhaver og nokkrum vinum
til dómkirkjunnar, á meðan
Klunphan Panya, samgöngu-
málaráðherra Laos, veitti Tom
Dooley hið æðsta stig „Orðu
Hinna Milljón Fila og Hvítu Sól-
lilífar" i nafni Laoskonungs.
Þetta er æðsta heiðursmerki,
sem Laos hefur nokkru sinni
veitt útlendingi og var það lagt
á livítan silkipúða við hlið lík-
baranna.
Um kl. 11 voru yfir 2000
manns viðstaddir í dómkirkj-
unni, þegar biskupinn í St.
Louis, faðir Leo C. Byrne, söng
messu. í ræðu sinni fór faðir
George Gottwald með ljóðlínur
þessar úr kvæði Roberts Frosts
„Dokað við i skóginum á vetr-
arkvöldi,“ en Tom hafði ætiö
haft mikið dálæti á kvæði því:
The woods are lovely, dark
and deep,
But I liave promises to keep,
And miles to go before I sleep.
(Fagrir eru skógarnir, dimmir
og þéttir,
en ég verð að efna loforð mín,
og á langa ferð fyrir höndum,
áður en ég leggst til hvíldar).
„Loforðin, dr. Dooley, hafa
verið efnd,“ sagði faðir Gott-
wald.
Þegar messunni var lokið,
báru sex ungir læknanemar, þar
af þrír frá Asíu, kistuna niður
dómkirkjuþrepin og út á liið
glampandi, kalda sólskin janú-
armánaðar. Eftir stutta athöfn í
kirkjugarðinum blés lúðurþeyt-
ari í lúður sinn, og þeir létu
kistu Toms Dooleys siga í gröf-
ina.