Úrval - 01.08.1963, Page 158
170
Læknirinn var fokvondur, þeg-
ar hann komst loks i sæti sitt við
hið opinbera borðhald, eftir að
hafa loksins sloppið frá konu
nokkurri, sem spurði hann lækn-
isráða.
„Heldurðu, að ég ætti að senda
henni reikning?“ spurði læknir-
inn lögfræðing nokkurn, sem sat
við hlið honum við borðið.
„Hvers vegna ekki?" svaraði
lögfræðingurinn. „Þú varst að
framkvæma opinber embættisstörf
þin, þegar þú gafst henni þessi
læknisráð."
„Þakka þér fyrir,“ sagði lækn-
irinn. „Ég skal lika sannarlega
gera það.“
Þegar læknirinn kom til lækn-
isstofu sinnar næsta dag og sett-
ist við skrifborðið sitt til þess að
skrifa reikning á þessa hvimleiðu
konu, rakst hann á bréf til sín
frá lögfræðingnum. Hann opnaði
það. 1 því var reikningur, og á
honum stóð:
„An.: Fyrir lögfræðilega aðstoð
. . . Tvö sterlingspund."
•
Eftir að hafa keypt ósýnilegt
hárnet fyrir eiginkonu sína,
spurði eiginmaðurinn afgreiðslu-
manninn: „Eruð þér nú alveg
viss um, að þetta hárnet sé ó-
sýnilegt ?“
„Viss um!“ svaraði afgreiðslu-
maðurinn hneykslaður. „Nú ég hef
ekki gert annað en að selja þessi
hárnet í morgun, þó að þau hafi
verið uppseld i heila viku og
verksmiðjunni lokað vegna sumar-
leyfa.“
Hvers vegna getur tækifærið
ekki barið oftar en einu sinni að
dyrum hjá manni, fyrst freisting-
in er alltaf að hamast á hurðar-
skömminni? Fred Astaire.
•
Þegar bóndinn hóf morgunstörf-
in að venju á morgni silfurbrúð-
kaupsdagsins, fauk heldur en
ekki betur í hina masgefnu eig-
inkonu hans. „Gerirðu þér ekki
grein fyrir því, hvaða dagur er í
dag?“ spurði hún.
„Jú, víst geri ég það!“ svaraði
hann.
„Nú, jæja, þá finnst mér, að
við ættum að gera okkur eitthvað
til hátíðabrigða . . . eitthvað ó-
venjulegt."
Bóndinn hugsaði sig um nokkra
stund og kom síðan með eftirfar-
andi uppástungu, vongóður á
svipinn: „Hvernig lizt þér á fimm
mínútna þögn?“