Úrval - 01.08.1963, Page 159
SKOP
171
Skemmtiferðamaður var á
ferðalagi um vesturhluta Kansas-
fylkis og sá mann nokkurn sitja
við rústirnar af húsi sinu, sem
fellibylur hafði nýlega feykt burt.
Hann stöðvaði bifreiðina og
spurði manninn: „Var þetta þitt
hús, góði minn?“
„Jamm,“ svaraði Kansasbúinn.
„Feykti fellibylurinn nokkrum
úr f jölskyldu þinni burt - ásamt
húsinu?"
„Jamm, konu og fjórum börn-
um.“
„Almáttugur! Þvílík ógæfa! Og
hvers vegna ertu ekki byrjaður að
leita að þeim?“
„Ja, góði,“ sagði Kansasbúinn
letilega, „ég hef nú búið heillengi
á þessum slóðum, en þú ert bara
utanhéraðsmaður. Vindáttin
breytist áreiðanlega seinna í dag,
svo að mér fannst ég alveg eins
geta setið hérna rólegur og beðið
þess, að vindurinn komi aftur með
þau.“
•
Lögregluþjónninn: „Hvað, ekk-
ert öskuskírteini, ungfrú? Vitið
þér ekki, að þér getið ekki ekið
án ökuskírteinis?"
Ungfrúin: „Gvö, er þetta satt?
Þarna kemur skýringin á því
öllu saman; Og ég sem hélt, að
það hefði bara verið vegna þess,
að ég er svo óstyrk og nærsýn, að
ég ók á þessa tvo bíla og þennan
fjandans brunahana!“
•
Eina aðferðin til þess að bera
sigur f hólmi í deilum við vekj-
araklukku er að gefast upp fyrir
henni. O. A. Battista.
•
Hafið þið heyrt söguna af eig-
inkonunni, sem var svo hræðilega
afbrýðisöm, að hún lét manninn
sinn taka sér stöðu úti á miðju
gólfi, í hvert sinn er hann kom
heim. Síðan gekk hún í kringum
hann eins og hershöfðingi, sem er
að skoða nýliða. Fyndi hún hið
minnsta hár á jakka hans eða
frakka, varð hún alveg óð.
Kvöld eitt, þegar hún fann ekki
hið minnsta hár, fór hún að há-
gráta og grét með ofsalegum
ekka. Loks gat hún stunið upp:
„O.... og .... n, nú.... er-tu
jafnvel — far-farinn að vera með
sk-sk-sköllóttu kv-kve-kvenfólki!“
fólki!“
•
Hjón nokkur i Milwaukee ætl-
uðu að hringja í nágranna sinn
til þess að óska honum til ham-
ingju með afmælisdaginn. Þau
hringdu í númerið og sungu
„Happy Birthday" (Afmælisóska-
vísu). En þegar þau höfðu lokið
söng sínum, uppgötvuðu þau, að
þetta var skakkt númer.
„Æ, blessuð, hafið engar á-
hyggjur af því,“ sagði ókunni
maðurinn í símann. „Ykkur veit-
ir svo sannarlega ekki af að æfa
ykkur dálítið.“