Úrval - 01.08.1963, Page 160
f EF ÞÚ REYKIR, cn
gcrSir það ckki, þá
i bíður þín dásamleg
lífsreynsla: sú lífs-
reynsla, sem er fólgin i því aö
varpa af sér byrði, aS komast
aS raun um það á nýjan leik,
aS þú ert þinn eigin húsbóndi.
Slíkt mun ekki heppnast á-
reynslulaust, en viljir þú leggja
eitthvað á þig, muntu sigra.
í iæknisfræSilegum skilningi
er tóbakið ekki vanamyndandi.
Það smeygir sér ekki iævislega
inn í líffærakerfi þín, sál þína,
likt og ópíum og kókain. En það
er vanamyndandi á sama bátt
og þrjár máltíðir á dag, átta
tima svefn eða viss klæðnaður
er vanamyndandi. Breytir þú
einhverjum af ofangreindum
venjum þínum um stundarsakir,
líður þér ekki eins vel og áður.
En hversu vel liður þér i
rauninni í samfélagi við tóbalc-
ið? Veitir vindlingur þér raun-
verulega ánægju á sama hátt
og góð máltið veitir l)ér full-
nægingu, þegar þú ert hungrað-
ur, eða hlýr frakki veitir þér
velliðunarkennd, þegar þér er
kalt? Nei, þú veizt að svo er
ekki!
Þegar þú kveikir rólega i
vindlingi, tottar hann nokkrum
sinnum, finnur beiskt bragð
Jians, drepur í honum, veiztu
Ráð til
þess að
afvenjast
tóbakinu
Eftir Herbert Brean.
fíókin, sem útdráttur þessi
er ár kom út fyrir
meira en áratug. Þeir kaup-
endur bókarinnar,
sem ekki reyndust geta
vanið sig af tóbaksnotkun,
eftir að hafa fylgt ráðum
höfundar, áttu heimt-
ingu á að fá bókarverðið
endurgreitt. Yfir 75.000
eintök seldust, en
aðeins 50 eintökum var
skilað aftur.
um leið, að brátt muni þig' langa
i annan. Það er ekki svo að
skilja, að þér þyki hann raun-
verulega góður á sama liátt og
matur er góður. En þig langar
bara í hann.
Og hvers vegna? Þegar þú
reykir, sogast nikotín niður i
172
— Reader's Digest —