Úrval - 01.08.1963, Qupperneq 164
176
ÚR VAL
þann veginn að verða að taka
mikilvæga afstöðu i persónulegu
vandamáli. Dragðu það heldur
ekki of lengi, því að þá muntu
missa viljaþrekið, sem þú ert
smám saman að knýja fram
innra með þér.
Bn einhvern góðan veður-
dag, til dæmis um helgi,
vaknarðu og þér líður óvenju-
lega vel. Þú hefur sofið vel.
Þér finnst þú fær i allan sjó.
Og þá dettur þér ef til vill allt
í einu í lmg að hætta nú að
reykja.
Hvers vegna ættirðu að saurga
fagran morgun með skaðvæn-
legum gasreyk brennandi nikot-
íns? Hvers vegna ættirðu að
ieggja sjálfviljuglega á herðar
þínar enn einn daginn þá
byrði, scm þú hefur borið árum
saman?
Þá skaltu ákveða á stundinni,
rólega og ákveðið, að þú sért
hættur öllum reykingum! Þetta
cr augnablikið, valið af skyn-
semi og rækilega iþidirbúið,
þegar þú getur byrjað á að láta
þér nú líða verulega vel!
Nú skulum við notfæra okkur
þrjú ráð mikils sálfræðings,
Williams James, en athugasemd-
ir hans um venjur, hvernig þær
eru myndaðar og lagðar niður,
geta orðið okkur mjög mikils
virði i þessu efni.
Fyrsta ráSið: Þá skalt hefja
hið nijja líf með eins miklu
viljaþreki og þú getnr mögulega
kallað fram innra með þér. Þú
skalt brjóta brýrnar að baki
þér. Segðu vinum þínum, að
þú sért bættur að reykja. Þú
skalt ekki vera drjúgur eða
hreykinn, en láttu fólk bara
vita, livað þú ert að reyna. Svo
þegar þú freistast alvarlega til
þess að byrja aftur, getur liugs-
unin um hæðnishlátur hinna,
þegar þú lætur undan, orðið
til þess að hjálpa þér að bæla
freistinguna niður.
Flestir reykingamenn hafa á-
kveðnar hugmyndir um það,
hvenær þeim finnst bezt að
reykja. Sumir segja, að það sé
fyrsti vindlingurinn eftir morg-
unverð, aðrir að það sé sá,
sem reyktur cr með glasi fyrir
kvöldmat. Ef þú álítur, að slík-
ar aðstæður myndu verða þér
bættulegar, skaltu forðast þær
í nokkra daga. Sé það ómögu-
lcgt, skaltu búa þig fyrirfram
undir að mæta freistingunni,
herða þig upp. Segðu við sjálf-
an þig, að nú verði slík freist-
ing á vegi þínum og að þú
vcrðir að vera undir það búinn
að finna til ákafrar löngunar
til þess að reykja. Takist þér
að standast freistinguna sem
snöggvast, mun þessi sterka
freisting hjaðna næstum eins
fljótt og luin vaknaði.