Úrval - 01.08.1963, Side 167
RÁÐ TIL ÞESS AÐ AFVENJAST TÓBAKINU
179
þú sért í vörn. Þú nmnt bara
segja: „Nei, takk, ég reykti áöur
fyrr, en ég hætti þvi. „Og fólk
mun horfa á þig með nokkurri
öfund, líkt og fyrstibekkingur
horfir á efstahekking, sem á bar-
áttuárin að baki.
Munnmælasaga hermir að Alexander mikil hafi kafað í gler-
tunnu niður á hafsbotn.
Franskur listamaður á 15. öld málaði myndir af atburðinurm
Sagan hermir, að Alexander hafi boðað alla glergerðarmenn
meginlandsins á sinn fund og stungið upp á, að þeir gerðu
tunnu úr gleri, sem auðvelt væri að sjá í gegnum og nógu
rúma til að hýsa mann.
Þegar glertunnan var fullgerð, lét Alexander festa hana, með
keðju, við stóran járnhring. 1 járnhringinn tengdi hann langa
kaðla. Lét hann svo bát flytja sig og tunnuna út á haf. Skreið
hann í tunnuna og lokaði henni, sem síðan var sökt í djúpið,
Meðferðis hafði Alexander sterkt ljósker.
Alexander kvaðst hafa séð marga fiska af mismunandi gerð
og lit.
Þá sagðist hann hafa séð gangandi skepnur, sem átu ávexti
trjáa, er uxu á sjávarbotninum.
Hann sá menn og konur, sem hlupu á eftir fiskunum, til að
reyna að veiða þá á sama hátt og menn elta uppi dýr á þurru
landi.
Er Alexander hafði fengið nægju sina af að horfa á dásemdir
sjávarins, gaf hann merki um að verða dreginn upp.
Hann braut svo glertunnuna og gekk á land til tjaldbúða
fyrirmanna sinna, þar sem þeir biðu hans í örvæntingu.
Þeir voru honum reiðir fyrir að setja sjálfan sig í óþarfa hættu,
Alexander svaraði: „Þið megið ekki undrast það að ég kafaði.
Með þvi hef ég öðlazt mikla þekkingu, er gerir þig hæfari til
að stjórna her mínum. Ég hef fengið sönnun fyrir því, að það
er mjög gott að vera sterkur, en þó betra að hafa vit'. Djúpt
niðri i sjónum sá ég marga litla fiska nota vit sitt til að rugla
óvini sína. En það er fyrirbæri, sem kraftar koma ekki að,
notum við“.
Víkingur.