Úrval - 01.08.1963, Qupperneq 170
182
Ú R VA L
sekúndu. HermaSur, sem skyti
úr slíkri byssu, myndi ekki
koma upp um stöðu sína.
Bandaríkjamenn fundu „Las-
er-tækið“ upp. Sovézkir vís-
indamenn hafa gert sér grein
fyrir geysilegri þýðingu þess. Á
meðal erlendra rannsóknastofa,
sem vinna að framleiðslu sliks
tækis, má nefna Raflampaverk-
smiðjuna og Lebedev-eðlisfræði-
stofnunina í Moskvu. Flestir
bandarískir visindamenn gera
algerlega ráð fyrir því, að Sovét-
ríkin séu að reyna að ná eins
iangt á þessu sviði.
Hingað til hefur Bandarikja-
stjórn veitt 16 milljónir dollara
til þessara rannsókna, og land-
her, fluglið og floti eyða um
95% þeirrar upphæðar, þrátt
fyrir það, að af tæki þessu má
jafnvel hafa stórkostlegri not til
friðsamlegra þarfa. Fjöldamarg-
ar verksmiðjur og háskólar hafa
verið fengin til þess að vinna
að þessum rannsóknum, og
geysileg leynd hvílir yfir þessu.
Stórkostlegustu not, sem enn
hafa verið höfð af tæki þessu,
eru þau, að það beindi eitt
sinn ljósgeisla sínum frá Lex-
ington allt til tunglsins. Hópur
vísindamanna frá M. I. T. og
Raytheon, sem vinna að slikum
rannsóknum i Lexington,
Massachusettfylki, tóku „tungl-
vasaljós“ sitt í notkun þ .9, maí
i fyrra. Klukkan 8.55 f. h. ýtti
Louis Smullin prófessor á hnapp
við endann á langri gúmmí-
slöngu i dimmum stjörnurann-
sóknaklefa. Ljósgeisli gerði
„roðasteins-laser“ virkan.
Grannur, rauður ljósgeisli
skauzt út úr tækinu, i gegnum
stjörnusjá og upp i heiðskírt
loftið. Nákvæmlega 1.3 sekúnd-
um siðar lýsti hann upp kringl-
ótt svæði á tunglinu nálægt
Albategniusgígnum, likt og vasa-
ljós lýsir upp dimmt herbergi.
Svæði þetta var tvær inílur í
þvermál.
Þetta var í fyrsta skipti, sem
mönnum hafði tekizt að lýsa
upp blett á öðrum hnetti. Og
það var ekki allt og sumt. Ná-
kvæmlega 1.3 sekúndu eftir að
ljósgeislinn snerti yfirborð
tunglsins ,endurkastaðist hluti
hans aftur um 250.000 mílna
vegalengd allt til annarrar
stjörnusjár í Lexington. Þetta
er fullgild sönnun á hinu geysi-
lega afli tækisins.
Annað athyglisvert dæmi um
notkun tækisins ber að nefna. í
Columbia-Presbyterian sjúkra-
húsinu í New York notfærðu
læknar sér „roðasteins-laser“
til þess að eyða æxli í auga
sjúklings. Þeir beindu Ijósöldu,
1/1000 úr sekúndu langri, inn um
ljósop augans á æxlið, sem var
á nethimnu augans. Æxlið eydd-