Úrval - 01.08.1963, Page 171
,LASER-TÆKltí“ . . .
183
ist og hvarf.
Annað tæki, fyrirrennari
þessa tækis, nefnist „maser“. Sá,
sem fann upp bæði þessi tæki,
heitir dr. Charles H. Townes.
Þegar hugmyndin fæddist í kolli
hans vormorgun nokkurn árið
1951, var hann aðeins 35 ára
gamall. Hann var prófessor i
eðlisfræði við Columbiaháskól-
ann. Hann sat á garðbekk í
Washington og var að hugsa um
vandamál örbylgjueðlisfræðinn-
ar. Vandinn var fólginn i því,
hvernig takast mætti að senda
þessar óskaplega stuttu útvarps-
bylgjur. Skyndilega datt honum
i hug, að sameindir gastegundar
væri hægt að örva þannig, að
þær stöfuðu frá sér mikilli orku.
Væri máttlítilli útvarpsbylgju
beint að þeim, myndu þær byrja
að titra með sömu tíðni og hin
mátllitla bylgja, og þannig
myndi bylgjan magnast mjög.
Árið 1954 tókst þeim dr.
Townes, H. J. Zeiger, öðrum
visindamanpi, sem vann að
rannsóknum með honum, og
James P. Gordon, sem var nýút-
skrifaður úr háskóla, að sann-
prófa þessa hugmynd. Þeir
nefndu þetta „maser“.
í fyrstu rílcti aðeins takmark-
aður áhugi fyrir „maser-tæk-
inu“ í heimi vísindanna. Ein
fyrstu notin, sem af því urðu,
voru fólgin í kjarnorkuklukku,
sem búin var til til þess að
sannprófa afstæðiskenningu
Einsteins („Mhser-klukkan“
sýndi, að Einstein hafði rétt fyr-
ir sér). Árið 1958 komu þeir dr.
Townes og mágur hans, dr. A.
L. Schawlow, sem vann við
rannsóknastofur Belltalsíma-
félagsins, fram með kenningu
um, hvernig yfirfæra mætti
„maser-hugmyndina“ yfir á
svið hins sýnilega Ijósrófs.
„Laser-tækið“ er þannig
nokkurs konar afkomandi
,,maser-tækisins“, þ. e. notað á
sviði hins sýnilega ljósrofs, en
„maser-tækið“ er aftur á móti
notað á sviði ósýnilegra bylgna,
útfjólublárra og innrauðra
jafnt og útvarpsbylgna.
Árið 19G0 sannprófaði T. H.
Maiman hjá Hughes Aircraft
Co. tækið í notkun. Síðan hafa
not þess stöðugt haldið áfram
að vaxa og stöðugar tilraunir
haldið áfram.
Undanfarið hafa þeir Emil
Rechsteiner og Robert L. Saxe
við Technology Markets Inc.
framkvæmt ýtarlegar rannsókn-
ir á sviði „laser-tækja“. Þeir spá
því, að af tækjum þessum megi
hafa margs konar not til hern-
aðarþarfa. Þeir halda þvi fram,
að ratsjártæki með innbyggðu
„laser-tæki“ verði tilbúið til
hernaðarþarfa árið 1964. Slík
tæki gætu þekkt skriðdreka frá