Úrval - 01.08.1963, Qupperneq 172
184
Ú R V A J.
vörubilum, en myndu ekki að-
eins sína svipuS strik, klessur
eða depla fyrir hvort tveggja líkt
og núverandi ratsjártæki gera.
Þcir halda þvi einnig fram, að
árið 1965 muni verða gerðar
tilraunir með neðansjávarrat-
sjártæki, sendingu orlui frá
jörðu upp til gervihnatta (en þá
geröist ekki lengur þörf fyrir
þungar rafhlöður í gervilinött-
um) og ratsjártæki fyrir flug-
skeytanjósnakerfi gervihnatta.
„Laser-tæki“ i gervihnöttum
myndu taka Samos- og Midas-
gervihnöttunum geysilega fram
og jafnvel einnig U-2 flugvéla-
Ijósmyndavélunum. Loks kunna
síðan að verða gerðar 'tilraunir
árið 1966 með dauðageisla og
geisla til þess að eyðileggja
flugskeyti. Vísindamönnum hef-
ur helzt dottið i hug, að nota
mætti risavaxin „laser-tæki“,
ekki ólík loftvarnaleitarljósum í
síðari heimsstyrjöldinni, og
myndu tæki ])essi svíl'a um loft-
ið. í leit að flugskeytum, eyða
þeim síðan ,eða beina þeim af
braut með geysisterkum ljós-
geislum. Spá þcir því, að geysi-
legu fjármagni verði eytt í
framleiðslu „laser-tækja“ á
næsta áratug.
í rannsóknastofum Bellsíma-
félagsins, þar sem „transistor-
arnir“ voru fundnir upp, eru
meira en 100 sérfræðingar að
vinna að tilraununum með
„laser-tæki“. Einnig fara fram
geysimiklar rannsóknir og til-
raunir svipaðs eðlis hjá Hughes
Aircraft and Technical Rese-
arch.
Hugleiðingar dr. Townes á
garðbekknum forðum leiddu
þannig til þess, að tæki þessi
hafa séð dagsins Ijós. En hann
er sannfærður um, að tæki þessi
hafi i sér fólgna geysilega þýð-
ingu sem tæki til friðsamlegra
nota, sem enn á eftir að sann-
prófa. Hann ber „laser-tækið“
saman við lofttæmda lampann,
sem er t. d. notaður í útvarps-
tækjum. Lofttæmdi lampinn var
hinn upprunalegi aðalkjarni út-
varpsiðnaðarins og alls hins
risavaxna rafeindatækjaiðnaðar
nútímans. Hann segir svo um
„laser-tækið“: „Notagildi þess
mun verða jafnmikið eða meira
en allrar tækninnar, sem byggir
á örbylgjunum." En örbylgj-
urnar eru grundvöllur ratsjár-
tækninnar. Dr. Toxvnes og aðrir
vísindamenn spá þvi t. d., að
„laser-tæki“, sem myndi fá orku
frá sólinni, gæti gert truflana-
laus geimfjarskipti möguleg.
Annað slíkt tæki gæti gert það
mögulegt, að fjölga sjónvarps-
bylgjulengdum geysilega. Þessi
nýi Aladdínlampi getur brennt
og eyðilagt eða lýst upp með
skæru ljósi og læknað.