Úrval - 01.08.1963, Síða 176
Þrír yfirmenn á skipi nokkru,
sem lá fyrir akkerum i mynni
fljóts nokkurs á Súmötru, fundu
hjá sér ríka löngun til þess aö fá
sér bað í ánni í funhita hádegis-
sólarinnar. En þeir vildu ekki
eiga neitt á hættu, reru í land og
spurðu nokkra innlenda fiski-
menn, hvort nokkrir hákarlar
væru á þessum slóðum.
„E'ngir hákarlar, herra,“ sagði
einn fiskimannanna.
Þeir fengu sér því bað og busl-
uðu langa stund i ármynninu.
Síðan fóru þeir upp úr og spurðu
fiskimennina, hvers vegna það
væru ekki neinir hákarlar á þess-
um slóðum.
„Of margir krókódílar!" svaraði
sá sami og áður hafði orðið fyrir
svörum.
•
Verið var að yfirheyra fang-
ann, og bað hann um frest til
þess að útvega sér lögfræðilega
aðstoð.
„Lögfræðilega aðstoð,“ sagði
dómarinn byrstur í bragði. „Þér
voruð staðinn að verki inni í
sjálfri skartgripaverzluninni.
Tveir lögregluþjónar sáu til yðar.
Þér voruð með þýfið á yður, og
þér höfðuð verið dæmdur 43 sinn-
um áður. Hvað gæti lögfræðing-
ur svo sem sagt yður til varnar?"
„Ja, dómari," sagði fanginn,
„það er nú einmitt það, sem ég
hef svo mikinn áhuga fyrir að
vita.“
Svokallaðar „eftir-kvöldverðar-
ræður" myndu vera miklu styttri,
ef þær væru fluttar fyrir kvöld-
verð.
9
Kona nokkur í enska bænum
Surbiton var að aka litlu bifreið-
inni sinni til Ascot, þegar hún varð
fyrir smávegis töf. Fíll nokkur úr
vetrarbúðum Bertram Mills fjöl-
leikahússins reis upp á afturfætur-
na og skellti framlöppunum
glettnislega upp á þak bifreiðar-
innar með þeim afleiðingum, að
Þakið dældaðist.
Þegar hún hafði ekið nokkrar
milur í viðbót, varð hún fyrir
annarri töf vegna bifreiðaárekstr-
ar, sem hafði nýlega átt sér stað.
Hún var þegar í dálitlu uppnámi
vegna fílsins, svo að hún fór nú
að gráta, einmitt í þann mund
er lögregluþjónn kom á slysstað-
inn og spurði hana, hver væri
aðild hennar að árekstri þessum.
„Engin,“ svaraði hún.
„E’n hvernig getið þér þá skýrt
þessar dældir á bifreiðinni yðar?“
spurði lögregluþjónninn.
„Þær eru eftir fíl,“ sagði hún
snöktandi.
Lögregluþjónninn leit rannsak-
andi augum á hana. „Eg held, að
Það væri bezt, frú,“ sagði hann
blíðlega, „að þér færuð strax í
sjúkrahús."