Úrval - 01.08.1963, Page 178
Þegar prófessorinn kom heim,
spurði eiginkonan hann: „Hvar er
bíllinn þinn?“
„Æ, hver fjandinn," svaraði
hann, „fór ég í bilnum i bæinn?“
„Já,“ svaraði hún.
„Það var skrýtið. Ég man Það
svo greinilega, að þegar ég fór
út úr bílnum og sneri mér síðan
við til þess að þakka náungan-
um, sem hafði tekið mig upp í,
þá var hann á bak og burt.“
•
Hún var af þeirri tegund
kvenna, sem geta komið mönnum
til þess að kasta sér í ár, klöngr-
ast upp á fjöll eða klifra upp í
ljósastaura . . . Já . . . alveg rétt
. . . kona með ökuskírteini. J. L.
©
Það er skrýtið, að Það virðist
aldrei vera nægur tími til þess að
gera nokkuð vel, en það er alltaf
nægur tími til þess að gera Það á
nýjan leik.
•
Haldin var geysileg sýning á
vopnum, og á meðal sýningar-
muna var allt frá barefli stein-
aldarmannsins til langdrægra
flugskeyta og vetnissprengna.
„Hvað skyldi þeim detta í hug
næst?“ sagði kona nokkur við vin-
konu sína.
„Ég hef nú mestar áhyggjur af
því, hvað þeim dettur síðast í
hug,“ sagði vinkonan.
Hinir viðurkenndu
spissar (disur)
fyrirliggjandi.
-------------->
„ALLT FYRIR
DIESEL“.
Höfum ávallt allt i
„Dieselvélar“. —
Látið oklcur stilla oliuverkið.
Fyrsta flokks fagmenn.
Fljót afgreiðsla.
VÉLVERK H.F.
Súðavogi 48 — sími 181-52.