Úrval - 01.08.1963, Page 180
Þegar Hinrik 8.. átti eitt sinn i
deilum við Francis 1. Frakklands-
konung, bað hann Sir Thomas
More aö fara með harðyrta orð-
sendingu til franska konungsins.
More færðist undan og sagði:
„En, yðar hátign, þér þekkið skap
hans. Nú, hann kynni jafnvel að
láta hálshöggva mig!“
„Hafið engar áhyggjur af því,“
svaraði konungur. „Geri hann það,
skal ég ná hausnum af sérhverj-
um Frakka í London."
„Þetta er mjög vingjarnlega
hugsað, af yðar hátign,“ svaraði
Sir Thomas, „en ég er bara
hræddur um, að enginn af þeim
hausum muni reynast af hæfilegri
stærð fyrir mínar axlir."
-K-
1 veizlu nokkurri neyddist
leikritaskáldið George S. Kauf-
man til þess að hlusta á leiðinleg-
an mann segja sögu, er virtist
engan endi hafa. Loks þagnaði
maðurinn og sagði: „Afsakið, en
það virðist sem ég sé kominn
fram fyrir söguþráðinn."
Kaufmann greip um handlegg
honum og sagði biðjandi röddu:
„Æ, verið nú ekki að hafa fyrir
því að snúa til baka.“
-Jí-
Á æskuárum sínum dáði hinn
þekkti umboðsmaður listamanna,
Giulio Gatti-Casazza, mjög Verdi,
hinn gamla æruverðuga konung
italskrar tónlistar. Eitt sinn fylgdi
hann hinu fræga tónskáldi eftir
götu eftir götu, en þorði aldrei
að yrða á það, þegar á hólminn
kom. Mörgum árum síðar sagði
hann Verdi frá atburði þessum.
„Þvílík hræðileg orkueyðsla til
einskis gagns!“ hrópaði meistar-
inn gamli. „Nú, á þessum aldri . . .
og með góðar lappir . . . nú . . .
þú hefðir heldur átt að elta ein-
hverja fallega stúlku!" '
1 veizlu einni í Hollywood sagði
leikkona nokkur ísmeygiiega við
Greer Garson leikkonu, þegar teið
var borið fram: „Æ, þú skalt
skenkja, elsku Greer mín, af því
að þú ert nú svo vön að leika
hefðarfrúr.
„Nei, þú skalt skenkja, elskan,"
sagði ungfrú Garson, „af þvi að
þú gætir einhvern tíma haft gott
af æfingunni."
Það eru ekki margir karlmenn,
sem skilja kvenfólkið, og þeir fáu,
sem gera það, hafa vit á því að
þegja. Saturday Evening Post.