Úrval - 01.12.1963, Blaðsíða 34
Þetta er geysilega útbreiddur kvilli, sem ýmist er greindur sem
asthma, bronchitis, ellilasleiki eða á annan hátt. Um 10 millj.
Bandaríkjamanna þjást t. d. af kvilla þessum, sem gert
hefur fjölda manns óstarfhœfan á miðjum starfsaldri.
Lungnaþemba
Eftir Grace Naismith.
nda þótt flestir hafi
aldrei lieyrt þennan
sjúkdóm nefndan, er
hann algengiari en
bæði iungnakrabbi
og lungnaberldar til samans.
Lungnaþemba er langvinnt
(kroniskt) ástand lungnanna,
sem ekki er fyllilega vitað af
hverju stafar, og hefur það að-
aleinkenni, að menn verða and-
stuttir.
Meira en 10 milljónir manna
í Bandarikjunum, flestir yfir fer-
tugt, þjást af þessum kvilla —
og tala þeirra fer vaxandi.
Tryggingarstofnun Bandaríkj-
anna greiðir meiri dagpeninga
til verkamanna á sextugs og
fyrri hluta sjötugs aldurs með
þennan kvilla, heldur en noltk-
urn annan sjúkdóm, að undan-
teknum hjartasjúkdómum. Luth-
er L. Terry yfirskurðlæknir
segir, að hann sé eitt af vax-
andi heilsufarsvandamálum nú-
timans.
í lungnaþembu eru lungun
útþanin af lofti, sem sjúkiing-
urinn getur ekki andað1 frá sér.
Því meiri orku sem hann eyðir
í að reyna það, þvi minni orku
hefur hann afgangs til annarra
hluta. Hin ofþöndu iungu missa
að lokum teygjulcraft sinn og
verða viðvarandi of stór. Þind-
in — vöðvinn, sem aðskilur
brjósthol og kviðarhol — sem
viði eðlilegar aðstæður hefur
frjálst svigrúm til að hreyfast
upp og niður við andardráttinn,
teygist út og verður flöt, og að
lokum óhreyfanleg. Aðrir vöðvar
líkamans veiklast smám saman
af súrefnisskorti og hreyfing-
arleysi. Hin minnsta hreyfing
kostar áreynslu.
Andardrátturinn er ákaflega
margbrotin starfsemi. Maður,
sem vegur um það bil 75 kg.
46
Today's Health