Úrval - 01.12.1963, Blaðsíða 106
118
UR VAL
ið; þar fyrirfinnast líka gljúpar
æðar og lög, sprungur og hellar.
En í þvi undirstöðubergi er
hinsvegar ekki um eiginlegt
vatn að ræða. Það er allt gadd-
frosið, hefur breytzt í ís. í leir
og sandlögunum og öðrum jarð-
vegi ofan á undirstöðuberginu,
má jafnvel geta sér þess til að
ísinn sé umfangsmeiri en í berg-
inu, þar eð vatn, sem frýs, eykst
um einn tíunda hluta að um-
fangi; myndar við það jirýst-
ing, sem nemur 1.000 kg. á
hvern ferþumlung, og sprengir
þannig frá sér allt það viðnám,
sem ekki stenzt þrýsting þess,
svo að það fái nægilegt rými
sem ís.
Niðri i undirstöðuberginu
fyllir ísinn allar sprungur, og
sömuleiðis gljúpari lögin að ein-
hverju eða öllu leyti, en þó má
gera ráð fyrir, að magn hans
þar nemi ekki nema einum
fimmta hluta, sennilega yfir-
leitt mun minna, að umfangi
miðað við bergið. En í jarð-
lögunum ofan á berginu hlýt-
ur magn hans að verða stórum
meira hlutfallslega.
Hvað veldur staðfrostinu, og
eins því, að það ræður rikjum
á þessum afmörkuðu svæðum?
Við vitum nú orðið, að myndun
þess stendur í nánu sambandi
við ráðandi hitastig; að það nær
fótfestu aðeins þar sem jarð-
vegur er fyrir neðan frostmark
allan ársins luúng, og að svæðin
takmarkast yfirleitt af lofthita-
svæðum, þar sem meðalárshitinn
er um þrjár gráður fyrir neðan
frostmark á Celsius. Einkum á
þetta við um staðfrostasvæðin
í Kanada. Þó ná staðfrostasvæð-
in suður fyrir þessi lofthitatak-
mörk, jafnvel þangað sem meðal-
hitinn er kringum, eða fyrir of-
an frostmark, og þó lengst í
Síberíu.
Þó eru það ýmis atriði, önnur
en meðalárshitinn, sem þarna
koma til greina. Meginatriðið er
það, að vetrarfrostið tekur dýpra
niður en þiðnar á sumrin. Þar
sem yfirborð jarðvegsins liggur
undir snjó eða er þakið þykkum
mosa, kemst frostið ekki eins
djúpt niður. Á slíkum stöðum
er staðfrostskánin annaðhvort
mjög þunn, eða hún fyrirfinnst
ekki. Aftur á móti koma snjóa-
lögin mjög í veg fyrir að frost
það þiðni, sem áður er komið
í jarðveginn og eins má segja
um mosann, og það gerir leirinn
og mölin líka ef lag myndast
ofan á þykkum og kyrrstæðum
jökulís. Þar sem veðurfar er
mjög kalt, en tiltölulega snjólétt,
eða þá að ekki snjóar fyrr en
löngu eftir að jörð er djúpt
frosin, verður staðfrostskánin
þykkust. En þar sem um er að
ræða mikil snjóalög vetrarlangt,