Úrval - 01.12.1963, Blaðsíða 64
76
ÚR VAL
vatnsbólum til þess að slökkva
þorsta sinn.
Meinvættir hinna vinsælu
vatnsbóla, krókódílarnir, baka
sig á sandrifjum í nómunda við
þau. Það glampar á hrjúfan
skráp þeirra i sólskininu. Þeir
geta rennt sér næstum alveg
hljóðlaust út í vatnið, og þegar
þeir synda í áttina til þess stað-
ar, þar sem dýr eru að slökkva
þorsta sinn og eiga sér einskis
ills von, þá eru það aðeins tveir
hnúðar, sem liera vökul augu
og mynda varla nokkra g'áru,
sem gefa til kynna návist þess-
arar grimmu ófreskju, sem er
tiu fet á lengd eða enn lengri
og leynist undir yfirborði vatns-
ins.
PLAST 1 TVÖFALDA GLUGGA.
1 kuldatíð draga tvöfaldir gluggar verulega úr hitatapi og
koma í veg fyrir vatnsrennsli vegna gufuþéttingar innan á rúð-
um.
Norskt fyrirtæki er nú farið að framleiða plastglugga, sem á
auðveldan hátt breyta venjulegum einföldum gluggum í tvö-
falda.
Gluggar þessir eru samsettir af tveimur plaströmmum og
þynnu úr plasti (PVC). Þynnan, sem er tær eins og venjulegt
gler og upplitast ekki af sól, er soðin með hátíðnissuðu saman
við annan ramman og myndar þannig innri gluggann. Hinn
ramminn er negldur kringum sjálfan aðalgluggan. Innri glugg-
anum er síðan þrýst inn x neglda gluggamótið með sérstöku á-
haldi. 1 öðrum rammanum er gróp, en á hinum garður, og verða
samskeytin milli þeirra algjörlega loftþétt. Það tekur aðeins
andartak að setja innri gluggan i að hausti og eininig að taka
hann úr að vori.
Talið er að þessi útbúnaður minnki hitatapið um allt að 50%,
auk þess sem hann veitir ágæta hljóðeinangrun.
Iönaðarmál
Skilgreining ,,abstrakt“-myndhöggvara: Maður, sem getur tek-
ið ótilhöggvin viðarkubb eða stein, unnið úr þessum efniviði
mánuðum saman, og fengið hann til Þess að líta út eins og ótil-
íiöggvinn viðarkubb eða stein.