Úrval - 01.12.1963, Side 90
102
ÚR VAL
sé ný stofnun. Hýn var raun-
verulega stofnuð árið 1923.
Önnur röng hugmynd er sú, aS
stofnunin liafi á aS skipa heilu
liSi þaulþjálfaðra leynilögreglu-
manna og leyniútsendara, er tali
fjölda tungumála og hún geti sent
úr einu landi í antiaS, þegar
glæpir eru framdir. í rauninni
liefur hún engum slikum starfs-
mönnum á aS skipa. StarfsliS
Interpol er samtals aSe-ins um
50 manns, og eru um 2/3 hlutar
þeirra úr röSum frönsku lögregl-
unnar. Allt þetta fólk vinnur i
skrifstofunum í Rue Paul Valery
viS skrifstofustörf og stjórn, að
undanskildum nokkrum útvarps-
virkjum, sem reka einkasendi-
stöðina þar.
Skipulag Interpol er einfalt og
hagkvæmt. Yfirstjórn stofnunar-
innar er í höndum ASalráðsins, en
framkvæmdanefnd sér um dag-
leg störf. Núverandi forseti ASal-
ráðsins er hr. R. L. Jackson frá
Scotland Yard. Varaforsetarnir
tveir eru frá Mexíkó og Pakistan.
ASalráSið skiptist í þrjár deild-
ir, stjórnardeild, glæpadeild og
lagadeild. Hið opinbera málgagn
stofnunarninar heitir Criminal
Police Revievv.
í Lundúnum, Ottawa, Ne-w
York, Singapore, Sydney, Hong
Kong, Accra og öðrum borg'um
er ætíð einhver lögregluforingi,
sem starfar þar í nánum tenglum
við Interpol.
Interpol snerist við listaverka-
þjófnaðinum í Lundúnum á eftir-
farandi hátt: Stofnunin byrjaði
að myndsenda í fjarskiptitækjum
myndir af öllum málverkunum
til lögregluliða í 76 borgum, en
skjaladeildin í París fór i gegnum
sakaskrár yfir glæpamenn, sem
vitað var, að gert höfðu slíka
þjófnaði að sérgrein sinni. Útibú-
in i hverju landi voru beðin um
að skýra aðalstöðvunum frá nýj-
■ustu upplýsingum um náunga
þessa, svo sem athafnir o. fl. Að-
varanir voru sendar hafnaryfir-
Völdum, flugvallayfirvöldum og
toll- og lögregluyfirvöldum við
landamærastöðvar. Vakandi auga
var haft með þeim, sem vitað var,
að keyptu stolin málverk. Netið
hafði þegar verið strengt.
Ég spurði einn embættismann
Interpol að því nýlega, hversu
mörgum málum aðalstöðvarnar i
Rue Paul Valery þyrftu að skipta
sér af árlega. „Um 3000“, sagði
hann, „þ. e. a. s. raunverulegum
málum, og er þar ekki með talið
regluhundnar athuganir á athöfn-
um grunaðra glæpamanna.“
Éjff spurði hann, hvers eðlis flest
málin væru. „Fjársvik og prettir,
falsanir og eiturlyf,“ svaraði
hann. „Eftir því sem glæpamenn-
irnir verða betur menntaðir, snúa
þeir sér sífellt meira að þeirri
tegund, sem ekki útheimta rudda-