Úrval - 01.12.1963, Blaðsíða 125
r*
Talþjálfun barna
og
lækning
talgalla
Fyrstu tilraunir smábarnanna
til þess aö bera fram orö eru
oft töfrandi og slcemmtilegar,
en eigi barniö viö áframhald-
andi erfiöleika aö etja, hvaö
tálkunnátluna snertir, og ver&i
framfarir mjög litlar eöa engar
um langan tíma, kann ef til vill
að vera þörf á Jijálp sérfræö-
ings.
Eftir Margaret C. L. Greene, F.C.S.T."
G var nýkomin heim
til dóttur minnar og
ætlaði að gæta dótt-
ursonar míns um
kvöldið. Hún var
uppi á lofti að skipta um föt, en
tengdasonur minn var að mata
snáðann á eggi. Ég horfði á þá
feðgana og naut þess að vera
amma. Það er líkt og að eiga
sjálfur ungbarn allt í einu . . .
án allrar ábyrgðarinnar, sem því
fylgir.
Skyndilega tilkynnti tengda-
sonur minn upp úr eins manns
hljóði: „Þetta er bezti strákur,“
og það var stolt i rómnum.
Ég svaraði þessu engu. En
skyndilega sagði tengdasonur
minn ákveðnari röddu líkt og
maður, sem hefur gert mjög þýð-
ingarmikla uppgötvun: „Þetta er
mjög skynsamur strákur.“
„Ó,“ sagði ég var var hissa
yfir því, að hann skyldi vera að
gera athugasemd um svo aug-
ljósa staðreynd. „Af hverju
heldurðu það?“
„Nú, hann skilur allt sem sagt
er við hann, og í morgun sagði
hann greinilega við mig: „Gef
mér banana“.“
Þegar litli snáðinn heyrði
þetta, sló hann til skeiðarinnar
með eggbitanum, sem að hon-
um var rétt, hallaði sér í áttina
til ávaxtaskálarinnar og lieimt-
aði ákafur: „Geeee . . . baaaa.“
„Sko, sjáðu þarna!“ sagði fað-
ir hans stoltur.
„Já, þetta er, svei mér, ekki
svo slæmt af fimmtán mánaða
gömluin snáða,“ sagði ég, og
þá varð mér hugsað til litla
drengsins, sem ég hafði séð hjá
sérfræðingnum fyrr um daginn.
— Family Doctor —
137