Úrval - 01.12.1963, Blaðsíða 136
148
sína, að hann hélt, nákvæmlega
eins og móðir hans gerði, en
nálina og þráðinn hafði hann
falið undir jakkakraganum.
Svo reyndi liann að lclessa nið-
ur hrokkinn hárlubbann til þess
að líkjast þeim fyrirmyndar-
dreng, sem móðir hans vonaði
að hann yrði.
Nokkrum minútum siðar kom
hann þjótandi inn i eldhúsið
til móður sinnar i litia tveggja
hæða timburhúsi þeirra i Hill-
stræti. „Miðdegisverðurinn til-
búinn rnamrna?" spurði hann
og dró seiminn óeðlilega sak-
leysislega.
Hin litla, rauðhærða Jane
Clemens, fyrrverandi fegurðar-
dis frá Kentucky, var óbugandi
kvenmaður, full af bliðu og
glettni. Hún leit á þennan villu-
ráfandi son sinn með því sam-
blandi af ást og örvæntingu,
sem hann svo oft vakti hjá henni.
„Já, nema hvað, Sam!“ sagði
hún. „Það eru tveir klukkutím-
ar síðan ég kallaði á þig. Plvar
skyldir þú hafa verið?“
„Það kom ægileg skriða á
Orlofshæðinni, mamma, og .. .
„Það er líklegt,“ sagði móðir
hans þurrlega og stöðvaði hann
í miðri tröllasögunni. Síðan
athugaði hún skyrtuna og sá
að kraginn var saumaður á eins
og vera bar. „Þú hefur ekki ver-
ÚR VAL
ið að synda og það er þó bót
i máli.“
„Þú saumaðir hann með hvít-
um tvinna, mamma,“ sagði
Henry, yngri bróðir Sams, með
þeirri lireinskilni, sem svo oft
hafði komið honum í koll.
„Hvitum tvinna? Alveg rétt,
og nú er hann orðinn svartur,
Sam litli. Svo að nú ferð þú
beint út og byrjar að hvítkalka
girðinguna. Það forðar þér frá
prakkarastrikum í bili að
minnsta kosti. Þú hefur senni-
lega skrópað i gær (það hafði
hann), og hafirðu ekki gert
það, ertu vís til þess bráðum
(hann var það). Þú átt vist
margfaldlega skilið að vera
flengdur.“
„En, mamma,“ maldaði Sam
i móinn, „það er laugardagur
i dag.“
„Gerðu nú eins og ég segi
þér!“
Sam drattaðist út þunglyndis-
lega, eins og vænta mátti af
dreng, sem bundinn var við
störf meðan öll hin sólbjarta
veröld hæddist að honum og
kvaldi hann. Hann gekk hæg-
um skrefum með langskeftan
kústinn og kalkdolluna út að
gangstéttinni. Þar leit hann yfir
refsisviðið heila heimsálfu af
trégrindverki, 30 yard á lengd
og náði honum upp fyrir höfuð.
Hann deif kústinum í og hóf