Úrval - 01.12.1963, Side 166
178
Ú R V A L
minnst á, þegar þau komu.
I leit að höfn, þangaS sem
sorgin og söknuðurinn mundu
ekki fylgja þeim, yfirgáfu þau
hæli sitt í Lundúnum og í þrjú
eirðarlaus ár, voru þau í sí-
felldum flutningum úr einum
stað i annan. Til Svíþjóðar,
Sviss og Austurríkis. Hver stað-
urinn var öðrum likur, og að
lokum settust þau að i Vínar-
borg, af því að Clara var að
búa sig undir að verða opinber
slaghörpuleikari og gat fengið
þar góða kennslu.
Sam skrifaði af vaxandi á-
kafa, hafði fjórar eða fimm
bækur í takinu. Daprar hugs-
anir um Susy sóttu stöðugt á
hann, og samt ritaði hann kimni-
sögur. „Mér þætti fróðlegt að
vita, hvað það er í mér, sem
ritar og liugsar um skop og hef-
urd ánægju af að færa það í
stílinn. Það er vitanlega eðlis-
lögmál vort, annars gæti það
ekki átt sér stað,“ skrifaði hann
um þetta leyti.
Nú fór að saxast á skuldirnar,
en Sam var óþolinmóður að
sjá fyrir endann á þeim. „Það
gleður okkur að sjá þessar skuld-
ir minnka,“ skrifar hann Rogers.
„í fyrsta sinn á æfinni hef ég
meiri ánægju af að láta af hendi
peninga en að draga þá að.“
Þau höfðu lifað frá hendinni
til munnsins og sparað hvern
eyri. Hann hafði unnið eins og
óður maður, og nú hyllti undir
lausn frá nurlinu, sem var plága
á gjafmildum manni og þvi nær
ógerningur fyrir frægan mann.
Því að loksins var nú skuldin
greidd. Tæpum fjórum árum
eftir gjaldþrotið greiddi Mark
Twain síðasta skuldheimtumanni
Websterfélagsins, og í janúar-
lok 1898 var hann skuldlaus.
Dagblöðin birtu langar ritstjórn-
argreinar undir stórum fyrir-
sögnum, þar sem farið var mjög
lofsamlegum orðum um þetta
afrek hans.
Mark Twain þráði nú engan
stað heitara en heimaland sitt.
í október árið 1900 sigldi hann
til Ameríku eftir níu ára út-
legð.
Mark Twain á heimleið. Dag-
blöðin dreifðu út fregninni og
hún ómaði eins og söngur í eyr-
um hans. Blaðamenn í New
Yorlc, sem tóku á móti honum
um borð i Minnehaha, heyrðu
hann mæla þessi kveðjuorð til
allra utanlandsferða: „Ef ég
kemst einhverntíma í land, ætla
ég að brjóta á mér báða fætur,
svo að ég komist aldrei burtu.“
Síðustu æviár hins mesta
kimnihöfundar, sem Amerika
hefur alið, voru mjög dapurleg.
Yngsta dóttir hans, Jean, þjáð-
ist af flogaveiki og dvaldi oft
á sjúkrahúsum langtímum sam-