Úrval - 01.12.1963, Blaðsíða 147
æVlNTÝRALÍF MARKS TWAINS
159
hafin. Eftir 20 daga ferð með
fjögra tíma meðalhraða á klukku-
stund vfir gresjur og fjöll og
eftir ótal skipti á ökuhestum,
komu þeir til Carson City.
Nevadafylkið hafði verið
stofnað aðeins sex mánuðum
áður, tekið af hinu víðáttu
mikla landsvæði, sem unnið
hafði verið af Mexiko i Mexi-
kanska stríðinu. í þrjú ár höfðu
verið að flykkjast þangað náma-
menn, sem fundur Comstock
silfurnámanna hafði dregið
þangað. Nú átti að koma þeim
undir stjórn og setja þeim lög.
Sam og Orion komust brátt
að raun um, að eina áhugamál
allra ibúanna i Carson City var,
að komast yfir milljón úr nám-
unum. Frá morgni til kvölds
snerist talið ekki um annað en
námugröft. Sumir urðu auðugir á
svipstundu. Gold-og-Curry-nám-
an tvöfaldaðist i verði á tveim
mánuðum; í Ophirnámunni var
fetið selt á 4000 dollara, ári
eftir að hún fannst. Nýjar æðar
fundust daglega. Ótrúlegar sög-
ur um skyndileg auðæfi voru
stöðugt á gangi. Og vagnhlöss
af beinhörðu silfri, sem komu
til Carson City frá námunum,
sönnuðu þessar sögur.
Sam, ekki siður en hver ann-
ar, ágirntist að komast í álnir,
stóðst ekki mátið lengur. Hann
keypti nokkur fet í nýfundnum
Esmeraldanámunum, skipti á
þeim og öðrum, hélt eftir þeim,
sem léleg reyndust, var i stöð-
ug'u ofvæni. Hann ákvað að
hætta starfi sínu hjá Orion, og
fara til Esmeraldasvæðisins og
finna sér námu sjálfur.
í Esmeraldabúðunum voru
saman komnir áhugasamir ungir
menn, ruddalegir og harðir í
horn að taka. Þar voru spila-
víti, vínkrár, danssalir og pútna-
hús. Þar var drukkið og barizt,
byssur og hníl'ar á lofti.
Þegar hann kom þangað rið-
andi, óklipptur og úfinn með
mikið rautt skegg, var Sam eins
og hver annar námamaður. Hann
hafði barðastóran hatt, i blárri
ullarskyrtu, buxnaskálmarnar
niðri í stígvélunum og skamm-
byssu við beltið. Skammbyssan
var sjálfsagður liður í útbúnaði
manna i Nevada. Sam bar hana
aðeins til þess að komast hjá
glósum — hann gat aldrei hitt
nokkurn hlut með henni.
Hann slóst í hóp tveggja þrek-
vaxinna félaga, annar þeirra
járnsmiður, sem lengi hafði unn-
ið við námugröft. Vikum saman
pjökkuðu þeir í fjöllunum. Auð-
æfin voru þar, frá Esmeralda-
svæðinu komu silfurstengur
fyrir 4 milljónir dollara á ári.
En ekkert af því kom úr námu-
göngum þeirra félaga. Dagarnir
voru æsandi í voninni um