Úrval - 01.12.1963, Blaðsíða 81
RADDLÍNURIT í STAÐ FINGRAFARA
93
á'ður en Iangt um líður.
ASferðin sem tekur hinni eldri
fram, er þegar fyrir hendi, og
kemur væntanlega i stað hinnar
margbrotnu, skeikulu og að
sumu leyti ófullkomnu fingra-
faragreiningar. Hvað hinn lög-
hlýðna meirihluta snertir hlýtur
það að vera fagnaðarefni, að
fundin skulu einkenni, sem
greina hvern sérstakan einstakl-
ing óvefengjanlega frá öðrum,
og nota má sem persónuskilríki,
jafnt til sönnunar sem afsönnun-
ar eftir atvikum.
í mörgum löndum er fingra-
faramynda krafizt i sambandi
við vegabréf og innflytjenda-
skírteini. Nú lítur út fyrir að
þetta verði dæmt úrelt í sam-
anburði við annað einfaldara,
og fljótlegra sönnunargagn, sem
þar að auki — að sögn — er
ekki nokkur leið að falsa.
Lykillinn að aðferð þessari
liggur i sérstökum rafeindatrufl-
unum, sem raddbönd okkar
valda hverju sinni, sem við gef-
um frá okkur hljóð. Þessi „radd-
för“ okkar eru nú talin þau
fullkomnustu og óbrigðulustu
sérkenni, sem við erum gædd,
til aðgreiningar frá öðrum.
Við gerum okkur fæst grein
fyrir þvi, að i hvert skipti, sem
við opnum munninn til máls,
framleiða raddfæri okkar hljóð,
sem er svo frábrugðið því hljóði
sem raddfæri annarra framleiða,
að engar tvær mannsraddir eru
fyllilega eins. Rödd þin er þvi
algerlega sérstæð í heiminum
og sker sig úr öllum öðrum, og
þó að eyrað geti ekki numið
sérkenni hennar, þá getur aug-
að það, þó að einkennilegt megi
virðast.
Þvi að Lawrence Kersta,
hljómburðarsérfræðingur við
rannsóknadeild Bell símtækja-
verksmiðjanna i New York, hef-
ur nú komizt að raun um, að
sérhver mannsrödd hefur, hvað
áhrif á rafeindir snertir, sinn
kennihreim, ef svo mætti segja,
og svo sterkan, að gera má hann
sjáanlegan sem einskonar mynzt-
ur. Hann hefur nú tilkynnt, að
samkvæmt þessari uppfinningu,
megi gera raddmynd hvers ein-
staklings, sem persónuskilríki.
í fám orðum sagt, þá eru
þessar raddmyndir einskonar
litil mynstur ofin hlykkjóttum
línum, sem rödd viðkomandi
myndar þegar hann mælir, og
þá helzt stutt, einstök orð. Þess-
ar raddmyndir sýna styrk radd-
arinnar í mismunandi radd-
myndunarbeitingu. Þegar radd-
mynd manns er „tekin“, er hann
látinn tala i sérstaklega „við-
kvæman“ hljóðnema, sem tengd-
ur er litrófsrita. Það tæki fram-
kallar jafnótt á pappír hina
sjáanlegu raddmynd.