Úrval - 01.12.1963, Blaðsíða 93
JÓL Á HAWAIIEYJUM
105
sem minnir á skínandi eintrján-
ung, sem liður yfir blágrænt
hafið. Hvergi annars staðar í
heiminum mætir jólasveininum
slík undursamleg fegurð. Og
þegar liann stígur fæti sinum
á eyjarnar, hneigja tignarleg
pálmatrén sig og bjóða hann
velkominn. Það er eins og eyj-
arnar þrái komu hans.
Þegar hann er svo kominn
til Hawaii kemst hann að því,
að hlutverk hans er dálítið ann-
að en heima i Vermont. í fyrsta
lagi fyllir hann ekki marga sokka
á eyjunum, vegna þess að ílest-
ir krakkar á Hawaii ganga aldr-
ei í sokkum. Og ef þeir gerðu
það, þá væri ekki neinni arin-
hiilu til að dreifa, þar sem hægt
væri að hengja sokkana. Og
Jólasveinninn kemur þar held-
ur ekki niður um stromp, því
að á flcstum heimilum er eng-
inn strompur.
Öll hin iburðarmikla jólahá-
tíð er frábrugðin því, sem við
eigum að venjast. Við skulum
líta á venjulega polynesíska
fjölskyldu á einni eynni. Þetta
er um hádegisbil á jóladag, og
verið er að opna iniu (lokaðan
steikarofn). Öldungur gengur að
hlóðunum og tautar á hawai-
isku gamla bæn til sjávarguð-
anna og siðan aðra bæn á ensku
til þess guðs, sem nú drottnar
yfir eyjunum. Nú er moldinni
mokað ofan af hlóðunum, og
upp spretta litlir, hvæsandi
gufustrókar frá matnum niðri
í ofninum. Og nú er hin þykka
strigamotta, sem lá yfir matn-
um, dregin burt, og i ljós kem-
ur glóðarsteikt svín, gómsætt
á að líta, með kviðinn fullan
af glóðheitum steinum, sem sáu
um steikinguna, og' umhverfis
það litlar kippur með alls kyns
mat, sem búið er að vefja inn-
an í /í-lauf og kókospálma.
Nú taka menn óspart til jóla-
matarins. í stað kalkúns er steikt
svín, stökkt og löðrandi i gulri
feiti. I stað kastaniusósu er hrár
lax, sem lagður hefur verið i
ediks- og jurtapækil. í stað kart-
aflna er slímkennt, brúnleitt poi
— bezta mjölmeti i heiminum.
í stað grænna bauna er sér-
stakt spínat, soðið i kókosmjólk.
í stað trönuberjasósu er dásam-
legt, súrsað ananas, og i stað
brauðkollu er eftirréttur, sem
er svo góður, að eyjaskeggjar
vilja ekki láta uppi, livað i hon-
um er: einhverskonar ávaxta-
kaka með sterku en þó sætu
bragði, en ofan á hana er lát-
inn is með macadamia-hnetum.
Eftir máltíðina tekur auðvit-
að einhver upp gítarinn sinn,
annar ukelele, og áður en langt
um líður, er farið að dansa
hula. Þegar líða tekur á dag-
inn, þyrpast allir niður að