Úrval - 01.12.1963, Blaðsíða 94
106
Ú R V A L
ströndinni, þar sem strákarnir
reyna nýju brimflekana sina.
Það sem mest skilur á með
jólahaidi á eyjunum og á megin-
landinu, eru börnin. Inni í verzl-
un á Hawaii er berfætt barnið,
sem fikrar sig hikandi í áttina
að jólasveininum til að taka í
höndina á honum að öllum lik-
indum austrænt útlits og
möndluiaga andlit þess með ská-
seítu augun er sett i ramma af
skínandi svörtu japönsku hári.
En þetta er alit og sumt. Að
öðru leyti er litla stúlkan alveg
eins og venjuleg lítil stúlka í
Nebraska.
í skólanum hefur þessi litla
japanska stúlka yfir kvæðið um
komu pilagrímanna. Hún fer í
sunnudagaskóla baptista, þar
sem hún lærir um Mariu mey
og jötu Jesúbarnsins. Heima lijá
sér, þar sem foreldrarnir henn-
ar tala aðeins ensku, skrifar
hún bréfið sitt til jólasveinsins
og biður hann um brúðu.
Frá því seint í nóvember eru
verzlanirnar, sem bún kemur
í með mömmu sinni næstum eins
og allar verzlanir á meginland-
inu. Dansandi ljósaskrúð, gling-
ur, klingjandi bjöllur, risastór
jólatré, sem komið hefur verið
með sjóleiðis frá Seattle og jóla-
sveinar í eldrauðum búningum
— allt er þetta eins. Og auðvitað
hefur sérhver verzlun sérstakan
póstkassa fyrir jólasveininn.
Þó er einn grundvallarmis-
munur, sem máli skiptir, Flestir
prestar á Hawaii segja, að helgi
jólanna sé meira i heiðri höíð
á eyjunum en á meginlandinu.
Þetta stafar sennilega af því,
að trúboðar áttu mjög mikil-
vægan þátt í sögu eyjanna, og
áhrifa þeirra gætir enn. Auðvit-
að var trúboðunum frá Nýja
Englandi í fyrstu meinilla við
allt það óhóf, sem samfara var
jólahátiðínni og dæmdju þiað
heiðnum hæft. En þegar Eng-
landskirkja náði þar síðar festu,
og um leið ÖIl hin viðamiklu
hátiðahöld jólanna, tóku eyja-
skeggjar upp marga af þessum
ensku siðum, sem Charles Dick-
ens kunni svo vel að meta.
Ég efast um, að nokkurs stað-
ar i Bandaríkjunum séu jólin
haldin á jafn innileg'an og hrær-
andi liátt og í hinni virðulegu
grásteinskirkju trúboðanna
gömlu, hinni hljóðlátu og æru-
verðu Kuwaiaho-kirkju i miðri
Honolulu. í þessari hátiðlegu
byggingu er jólunum fagnað með
söng kórs, sem syngur gamla
enska og þýzka jólasálma. Sumt
er sungið • á enskti, annað á
hawiisku. Riddararnir, sem í
gærkvöldi þrumuðu hressilega
söngva fyrir huladansarana, hafa
nú á sér einhvern orgelblæ, þvi
að Hawiibúar hafa ávallt elskað