Úrval - 01.12.1963, Blaðsíða 68
80
Ú R V A L
Allt líf hans, allt þess tíma, þeg-
ar flestir menn hafa lokið lífs-
starfi sínu, hafði einkennzt af
ævintýrum og sveimhug, en það
lágu þá enn engin stórfelld afrek
eftir hann. Hann hafði aldrei
verið vinsæll nema i kunningja-
hópi.
Bernska hans og unglingsár
einkenndust af óförum og mis-
tökum. Yfir þeim árum hvílir
ekki ánægjulegur blær. Hann er
dæmigert sýnishorn mjög gáfaðs
manns, sem ræður ekki við
venjulega skólamenntun. Hann
hlýtur að hafa haft mjög háa
greindarvisitölu, geysilegan
hæfileika til ræðuhalda og rit-
starfa og ofboðslega einbeiting-
arhæfni, þótt hún blundaði lengi
vel. En honum gekk alltaf illa
í skóla undantekningarlaust,
og það varð að senda hann í
liðsforingjaskólann í Sandhurst
vegna þess eins, að engum gat
dottið neitt annað i hug, sem
hann væri hæfur til.
Hann var ekki til þess fallinn
að vera liðsforingi á friðartím-
um. Hann sóttist eftir dýrðar-
Ijóma frægðarinnar. Hann þráði
æsingu striðsins. Hann var ævin-
týrasinni í eðli sínu. Afstaða
hans til lífsins var „rómantisk“.
Enginn hefur efazt um líkam-
legt hugrekki hans né hugrekki
annars eðlis, nema ef til vill
hann einn. Hann þráði að kynn-
ast hættunum. Á síðdegistima
brezka heimsveldisins á Viktor-
íutímanum tókst honum að lenda
í heilmiklum hardögum, i Ind-
landi, í Egyptalandi (þar sem
hann tók þátt i einni af hinum
síðustu riddaraliðsárásum, sem
gerðar voru) og í Suður-Afríku.
26 ára að aldri tók hann sæti
á þingi, og' á ótrúlega stuttum
tíma varð hann sá stjórnmála-
maður landsins, sem mest var
hataður. Churchill hóf feril sinn
sem íhaldsmaður, en hann skipti
um flokk af heiðarlegum ástæð-
um og vegna sérstaks máls.
Þessu er ekki svo auðveldlega
gleymt, þegar brezk stjórnmál
eru annars vegar. Og því síður
gleymdist það, hvað liann snerti,
vegna þess að skömmu á eftir
þessum sinnaskiptum vann
Frjálslyndi flokkurinn mikinn
sigur árið 1906 og hann varð
skyndilega orðinn framámaður
í ríkisstjórn þess flokks, þeirri
hæfileikamestu stjórn, sem Bret-
land hefur nokkurn tíma haft.
Frá þeim degi varð nafn hans
skammaryrði í hópi virðingar-
verðra íhaldsmanna.
Árum saman virtist hann ekki
geta gert neitt rétt. Hann var á-
gætur flotamálaráðherra fyrir
byrjun fyrri heimsstyrjaldarinn-
ar og í byrjun hennar. En ekk-
ert varð úr framkvæmd beztu
hugmynda hans. Hann var á-