Úrval - 01.12.1963, Blaðsíða 123
VINNULÝÐRÆÐI
135
séu 25, þar af tuttugu kjörnir
úr hópi verkafólks, fjórir skrif-
stofumenn og t. d einn meistari.
Þar sem svo fjölmennt ráð er all-
þungt í vöfum og fulltrúar
bundnir við önnur störf, mundu
þeir væntanlega í áðurnefndu
„meðalfyrirtæki“ kjósa yfir-
nefnd (Betriebsausschuss), skip-
aða fimm mönnum. Yfirnefndar-
menn skipta með sér verkum,
þannig að hver þeirra starfar í
ákveðnum hluta fyrirtækisins.
Þeir þurfa ekki að gegna öðrum
störfum og taka að sjálfsögðu
laun sin hjá fyrirtækinu sem
fyrr.
Starfssvið ráðsins er ákveðið
með lögum. Auk þess sem það
gætir hagsmuna verkafólks með
líkum hætti og trúnaðarmenn
verkalýðsfélaga, en i mikilvæg-
ari málum, liefur það íhlutun
um allar ákvarðanir, er varða
kaup og kjör, öryggismál og
læknisþjónustu og félagslíf
starfsfólks. Enn fremur fjallar
það um rekstraráætlanir hvers
konar, ákvarðanir um fjárfest-
ingu, rekstrarstöðvun, breyt-
ingar á starfsháttum, uppsögn
starfsmanna o. s. frv.
Ggnstætt því, sem er um eftir-
litsnefnd og' stjórn og áður var
greint, hafa starfsráðin mjög
takmörkuð bein völd. Hins vegar
er áhrifasvið þeirra næsta víð-
tælct, og mun ekki leika á tveim
tungum, að starfsemi þeirra hef-
ur verið til hagsbóta báðum
aðilum, verkamönnum og vinnu-
veitendum, einkum þó hinum
fyrrnefndu.
V.
Það er yfirlýst markmið for-
vígismanna þeirra nýjunga, er
skýrt hefur verið frá að auka
„lýðræði á vinnustað“ með því
að gefa verkafólki kost á að hlut-
ast til um stjórn þeirra fyrir-
tækja, er það starfar við. Þessi
stefna virðist hafa borið jákvæð-
an árangur. Allt frá því að fyrstu
fulltrúar verkamanna tóku sæti
í eftirlitsnefndum, hefur ekki
komið til vinnustöðvunar í
námuiðnaði, þegar undan er skil-
inn einn dagur, er verkafólk
beitti verkfallsvopninu til varnar
rétti sínum til áhrifa í stjórn
fyrirtækjanna. Þetta þykir þeim
mun fremur tiðindum sæta, að
áður þótti jafnan lítt friðvænlegt
í Ruhrhéraði. Þá hafa tölulegar
athuganir leitt í Ijós, að fólk
heldur í ríkari mæli en áður var
tryggð við vinnuveitanda (þrátt
fyrir næga atvinnu), sem tvi-
mælalaust má þakka meiri ör-
yggiskennd. ,,Stjórnarþátttaka“
verkafólks virðist eiga vaxandi
fylgi að fagna í Vestur-Þýzka-
landi, og mun hennar væntan-
lega gæta í æ ríkari mæli i ná-
inni framtíð. Ef til vill fer ekki