Úrval - 01.12.1963, Blaðsíða 70
82
ÚR VAL
hinnar meiri háttar mistaka
hans, ekki a'ðeins á stríðstím-
um heldur einnig friðartimum.
Hugsið þiS bara til þessa fræga
hróps: „Ég hef ekki gerzt for-
sætisráðherra konungs til þess
að stjórna sundurlimun brezka
heimsveldisins.“ Þetta hljómar
að visu vel. Það er viss glæsi-
bragur yfir þessum orðum. En
það var ekkert vit í þeim. Sér-
hver forsætisráðherra, jafnvel
maður með eins sterkan vilja og
Churchill, hefði orðið að stjórna
upplausn heimsveldisins. Hefði
Bretland reynt að halda i Ind-
land eftir 1945, hefði Indland
samt losnað undan yfirráðum
þess, en þvi hefði fylgt slík
beiskja, að hinum vestræna
heimi hefði ekki verið fyrir-
gefið þetta.
En það liljómar kaldhæðnis-
lega, þegar því er haldið fram,
að samt var það þessi eigin-
leiki, er líktist helzt áráttu, sem
var hið mikla afl, er bjargaði
okkur. En þannig er það nú
samt. Þegar Hitler kom til valda
árið 1933, beitti Churchill ekki
dómgreind sinni, heldur því
furðulega innsæi, sem hann
hafði oft til að bera. Hitler var
ímynd þess, sem er algerlega
illt, og það var ekki um neinar
krókaleiðir að ræða. Þetta var
sérstakur atburður í sögu okk-
ar. Við þörfnuðumst þessa inn-
sæis og þessa skilyrðislausa
styrks. Það voru eklci margir
menn i hinu íhaldssama Bret-
landi, sem höfðu slikt innsæi
til að bera. En hann átti það.
Þess vegna tókst hojnum að
knýja okkur áfram, þegar úr
þessu varð stríð og við stóðum
aleinir.
Hann hafði rétt fyrir sér í
þeim atriðum, sem mestu máli
skipti. Og það er þess vegna, að
við munum aldrei gleyma þakk-
lætisskyldu okkar.
Við höfum líka mikið að vera
þakklát fyrir. Hann hefur ekki
aðeins bjargað okkur frá dauða.
Hann hefur sýnt okkur, á hvern
hátt lifa má lífinu. Þrátt fyrir
allar andstæðurnar og eigin-
girniskennda þætti í fari hans,
og allt umrótið, hefur hann á öll-
um sínum starfsferli átt sinn
þátt i að veita brezku þjóðlifi
vissan sætleikablæ.
Churchill hefur aldrei verið
fýlulegur né illgjarn. Þvert á
móti hefur hann til að bera
ýmsa stórmannlega eiginleika,
sem einkennast af göfuglyndi.
Hann er alveg sérstaklega göfug-
lyndur maður. Hann hefur fyr-
irgefið óvinum sínum. Frá þeirri
reglu eru aðeins fáar undantekn-
ingar. Hann hefur reynzt hinn
tryggasti vinur, hefur lagt ýmis-
legt á sig fyrir þá, sem honum
er hlýtt til, jafnvel tekið á sig