Úrval - 01.12.1963, Blaðsíða 124
130
ÚRVAL
illa á því að Ijúka þessu greinar-
korni með tilvitnun i ummæli
námuverkamann nokkurs, sem
mæltist eitthvað á þessa leið:
„Nú sitja fulltrúar okkar við
sama borð og hinir „háu herrar“
og taka þátt i afgreiðslu mála.
Við tjáum þeim vandkvæði okk-
ar, og þeir reyna eftir megni að
leysa úr þeim. Þetta leiðir til
meiri skilnings atvinnurekenda
á okkar málum, en jafnframt ger-
um við okkur gleggri grein fyrir
vandamálum rekstrarins en áður
var og getum miðað kröfur okk-
ar við raunverulega afkomu
fyrirtækisins.“
(Júlí 1962.)
ÚTBÚNAÐUR TIL AÐ AFFERMA VÖRUBIFREIÐIR.
Afferming lausra efna (eins og korns o. fl.) úr flutningavögn-
um í geymslu er gerð mjög auðveld með notkun losunarútbún-
aðar, er „Spirator" nefnist. Eru framleiddar tvær gerðir:
1. Sjálfstæður útbúnaður, fluttur með á hleðslupalli bifreiðar-
innar.
2. Fylgiútbúnaður sem hluti bifreiðarinnar.
Útbúnaðurinn er miðaður við tveggja metra flutningaleið við
losun, en með framlengingarstykkjum, eins, tveggja og þriggja
metra löngum, má lengja hana upp í 10 metra. Efninu er heilt
af vagninum niður í göng flutningarásarinnar. Hægt er að sveifla
útbúnaðinum i allar áttir, og hæðin getur verið breytileg. Að-
eins einn maður stjórnar verkinu. Framlengingarstykkin eru flutt
með vagninum, og er þeim komið fyrir undir hleðslupallinum.
Hraðvirkur tengibúnaður gerir unnt að setja Þau upp með mjög
lítilli fyrirhöfn. Mötunartrektin er stillanleg (til að hæfa flutn-
ingahorninu) og færanleg. Á báðum gerðum er vinnsluhreyfili-
inn staðsettur við mötunarendann. Það er venjulega 3 ha, 380
V þriggja-fasa hreyfill, algjörlega innilokaður og yfirborðskæld-
ur. Séu flutningaleiðirnar yfir 8 m, er mælt með 4 ha hreyfii.
Iðnaðarmál.
Það að búast við meiru en móðir þín bjóst við af þér, er að búast
við of miklu. William Feather.
Heiðraðu gamalmennið að minnsta kosti fyrir það að hafa
borið svo lengi byrði lífsins.