Úrval - 01.12.1963, Blaðsíða 163
ÆVINTYRALIF MARKS TWAINS
175
hann hafði nndir höndum, var
200000 dollara. Öli rithöfunda-
félaginu. í sí'ðustu örvæntingar-
fuliu björgunartilrauninni gaf
Livy hið siðasta af einkafé sínu,
en það nægði ekki. Henry Rog-
ers, forstjóri Standard Oil, og
vinur Mark Twains, bauð sina
öflugu aðstoð, en það var um
seinan.
Webster hf. varð gjaidþrota
1894, og skorti 94000 dollara
til þess að eiga fyrir skuldum.
Enda þótt Mark Twain bæri
ekki lagaleg skylda til að taka
þá byrði á herðar sér, ákvað
hann samt að standa skil á
hverjum eyri af þessari miklu
upphæð.
Af skuldheimtumönnunum, 90
að tölu, voru flestir smá bók-
salar, sem liöfðu samúð með
hinum heimsfræga, hláturvekj-
andi rithöfundi. En fáeinir
vildu, eins og Rogers komst að
orði, „rífa í sig hverja kjöt-
tætlu og kroppa beinin á eftir
eins og Clemenshjónin vildu
fúslega leyfa þeim.“
Þessir fáu kröfðust hússins
í Hartford, sem alltaf hafði ver-
ið séreign Livyar. Og hún, sem
hafði jafn mikla óbeit á skuld-
um og maður hennar, vildi láta
það, en Rogers þvertók fyrir
að leyfa henni að fórna þvi.
Þeir heimtuðu útgáfurétt á 15
bókum Mark Twains, sem að
kreppunni lokinni gáfu af sér
25000 dollara á ári. Aðeins fyr-
ir harða baráttu Ilenry Rogers
tókst þeim ekki að koma Mark
Twain algerlega á kaldan klaka.
„Aðeins þrír eða fjórir af
skuldheimtumönnunum vildu
beita harðneskju og neituðu
öllum samningum,“ ritaði hann
síðar. „Hinir sögðu, að ég mætti
hafa tímann fyrir mér og þeir
stóðu við það. Hvað þessa þrjá
eða fjóra snertir, þá hef ég
aldrei lagt þeim fjandskap þeirra
til lasts, nema í „Sjálfsævisög-
unni“. Og jafnvel þar, var að-
eins blátt áfram sagt frá mála-
vöxtum í stuttum kafla, og sá
kafli getur aldrei sært þá, þvi
að ég hef gildar aðstæður til
að treysta því, að þeir verði
komnir til vítis áður hann verð-
ur prentaður.“
Sam sneri aftur til New York
vegna gjaldþrotamálsins. Hann
hafði staðið á eigin fótum síð-
an í æsku og hafði ævinlega
getað greitt skuldir sínar. Auð-
mýkingin var sár. Hann var 58
ára, er hann varð gjaldþrota.
Erfitt að byrja á nýjan leik á
þeim aldri.
Áfallið lagðist þungt á hann,
þar til Livy tókst að hughreysta
hann. Kreppan tæki enda og þá
mundu bækurnar fara að seljast
aftur. Þau hefðu bjargað útgáfu-