Úrval - 01.12.1963, Blaðsíða 51
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR
63
næmur, en sterkur vel, og ávallt
í réttri samstillingu viS þann
er á vél eða vagni sat, og félag-
ann hinum megin við slána.
Ég minnist atviks frá fyrsta
sumri mínu á Hvanneyri. Það
var snemma morguns og ég var
að biða fyrirmæla, og það var
sem skólastjóri væri í miklum
vafa um eitt eða annað og þungt
í hug, en svo var allt í einu
sem birti yfir honum, hann leit
á mig, og sagði svo með sann-
færingarákefð:
— Manni heppnast allt, Axel
minn, sé maður bara nógu harð-
duglegur.
Ég liefi oft rifjað jjetta upp
fyrir mér, því að i orðum hans
var hvatning, sem gott var að
muna, er á móti blés. Og þá
hefir mér fundist ég sjá hann
fyrir hugskotssjónum mínum,
sjá hann og heyra, eins og á
þessari stund, undir smiðju-
veggnum forðum daga.
Jafnvel minningin um slíkan
mann sem Halldór Vilhjálmsson
er styrlcur og hvatnig til þess
að duga í lífsbaráttunni hvern-
ig sem allt velktist.
Axel Thorsteinson.
SPRBNGINGIN I HALIFAXHÖFN
Þegar franska vöruflutningaskipið Mont Blanc sprakk í loft
upp i höfninni í Halifax í Kanada 6. desember 1917, var sú spreng-
ing líklega hin mesta, sem sagan greinir frá af mannavöldum,
unz atómbomban kom til sögunnar. Enda var skipið fermt með
3000 smálestum af TNT-sprengiefni og 2300 smálestum af eld-
fimri sýru. Eldur kom upp i skipinui er það rakst á annað skip.
Komst hann brátt I farminn og var þá ekki að sökum að spyrja.
Eldsúlan frá sprengingunni náði 300 feta hæð. Tjónið varð gíf-
urlegt, eimkum í höfninni, þar sem fjöldi skipa lá. Að minnsta
kosti 2000 manns fórust, og um 8000 hlutu meiri eða minni meiðsli.
Hver einasti gluggi I borginni molnaði mélinu smærra, og eldar
komu víða upp, þar sem glóandi tætlur úr hinu sundurtætta
skipi komu niður. Um 200 manns blinduðust, er loftþrýstingurinn
feykti glerbrotum í augu þeirra. Margar byggingar hrundu sam-
an eins og spilaborgir, og jafnvel í 60 mílna fjarlægð var loft-
þrýstingurinn nógu mikill til að brjóta rúður og koma lausum
hlutum á hreyfingu.