Úrval - 01.12.1963, Side 159
ÆVINTYRALIF MARKS TWAINS
171
Eins og Ijóst er af ævisögu
Susyar átti siðfágunin, sem
Langdonshjónin reyndu að inn-
ræta hinum óstyriláta tengda-
syni sinum — kirkjurækni, full-
komið bindindi á áfengi, tóbak
og guðlaust orðbragð — sér
ekki langan aldur. Nú var það
viðtekinn lielgisiður á heimili
Clemenshjónanna að bera fram
vin með miðdegisverði, og að
Sam drykki þrjá viskísjússa á
dag, en það hafði hann kom-
ist upp á eitt sinn er hann
skrapp til Lundúna.
Sam var svo skapbráður að
hann missti stundum stjórn á
skapi sínu, og til þess að forða
honum frá samvizkubitinu á
eftir, kenndi Livy honum aðferð,
sem haun féllst á, til að veita
reiði sinni útrás að skaðlausu.
Hann átti að skrifa bréf og út-
hella í þeim öllum ofsanum, sem
hann réð ekki við — og rífa
þau svo í sundur, er honum
væri runnin reiðin.
En einstöku sluppu i gegn
og komust i Póst, eins og þetta
til Hartford Gas Co.:
„Herrar mínir
Sá dagur mun koma að þið
knýið mig' næstum á yztu
nöf gremju með ykkar bölv-
aða bjálfalega vana, að loka
fyrir þetta bölvaða gas ykkar
án þess að gera ykkar bölv-
iid u sóknarbörnum aðvart.
Það hefur nokkrum sinnum
munað mjóu að þið kæfðuð
helminginn af ibúum þessa
húss í rúmum sínuin og
sprengduð hinn lielminginn
í loft upp með þessum
heimskulega, að ég segi ekki
glæpsamlega, vana ykkar. Og
nú kom þetta aftur fyrir i
dag. Hafið þið engan síma?“
Yðar S. L. Clemens.
Mark Twain naut þess að
koma fram opinberlega um
stundarsakir, en liann gætti
þess vandlega að halda þvi ut-
an við einkalíf sitt. Aðeins fjöl-
skylda hans og nánir vinir, sem
liöfðu frjálsan aðgang að heimili
hans, þekktu mansöng (roman-
ce) ævi hans, ást hans til Livyar.
Hann vildi ekki leyfa útkomu
sjálfsævisögu sinnar, þar sem
hann birtir sínar leyndustu
og hjartnæmustu liugsanir, fyrr
en eftir dauða sinn. í henni lagði
hann niður það skáldskapar-
dulargervi, sem hann notaði í
öðrum bókum sínum, og ritaði
þá um sjálfan sig af hreinskilnu
hispursleysi. Aðeins þar, ræddi
hann opinberlega um Livy.
„Hún var spengileg, fögur og
barnsleg —- og hún var bæði
barn og kona. Og það hélt hún
áfram að vera til síðasta dags.
Undir alvarlegu og vingjarnlegu
ytra borði brunnu óslökkvandi
eldar sainúðar, atorku, fórnfýsi,