Úrval - 01.12.1963, Blaðsíða 152
164
ÚR VAL
sjón Sams. En nú, 22ja ára göm-
ul, var hún fremur barn en kona,
þar sem hún hafði lifað hlé-
drægu lifi undir foreldravernd.
Faðir hennar, Jervis Long-
don, kom Sam fyrir sjónir sem
ægilegur maður, með stuttklippt
vangaskegg, mikla og grimmdar-
lega kjálka. Hann var mjög hepp-
inn kaupsýslumaður, strang-
heiðarlegur og lireinskilinn
maður, sem hafði brotið sér
hraut á eigin spýtur. Gagnvart
fjölskyldu sinni hafði Langdon
stórt og milt hjarta. Hann tilbað
Livy, en ástin var blönduð af-
brýði. Hann hafði sagt, að ef
hann gæti lifað jafn lengi og'
dóttir lians, mundi hann aldrei
láta nokkurn mann taka hana
frá sér.
Sam komst fijótt að raun um,
að Langdonsfjölskyldan voru
heitir Congregationalistar, sem
héldu uppi daglegum bænum
og biblíulestri. Þau fordæmdu
tóbaks- og áfengisnotkun og
jpoldu ekki ruddalegt tal.
Sam var yfir sig hrifinn af
Livy og hann beið þess í ó-
þolinmæði að almenn siðsemi
leyfði honum að sjá hana aft-
ur. .4 nýársdag kom hann svo
í heimsókn kl. 10 að morgni
og dvaldist þar allan daginn.
Honum hafði verið boðið i 34
staði, en fór aðeins á þennan
eina.
Eftir hátíðarnar settist Sam
svo við að skrifa „The Inno-
cents Abroad“. Um sumarmál
lauk hann við fyrsta uppkastið
og fór með það til Elisha Bliss,
formanns Ameríska Útgáfufél-
agsins, sem bjó í Hartford, Conn-
ecticut. Að því búnu hraðaði
hann sér himinlifandi til heim-
ilis Langdons í Elmira.
Hvatvis og öruggur bar liann
þegar í stað upp bónorð til
Livy. En hún var varkár og bund-
in fjölskyldunni sterkum bönd-
um Foreldrar hennar töldu Sam
ósiðlegan, þvi að hann reykti
vindla, hafði flækst víða, neytt
áfengra drykkja og kynnst ýmsu
ósæmilegu af ranghverfu lífs-
ins. Livy hafnaði bónorðinu, en
liún neitaði ekki að sjá Sam
eða að skrifa honum. Því að Sam
fann sér eina átyllu, sem hrein-
trúaðir Viktoríubúar gátu ekki
neitað honum um. Hann bað
Livy um hjálp til að bæta sið-
ferði sitt.
Yfirkominn af bölsýni hvarf
Sam nú til St. Louis í heimsókn
til móður sinnar og systur, en
leyndi þær þó orsök vanliðunar
sinnar. En svo fékk hann óvænt
bréf frá Livy, sem lyfti honum
aftur upp í sjöunda himin. Með
bréfinu fylgdi mynd, sem hún
áður hafði neitað honum um.
Með endurnýjuðu hugrekki,