Úrval - 01.12.1963, Blaðsíða 50
62
UR YAL
ið yfir, en hverju sinni, er hann
sá að hann komst ekki lengra,
tók hann það eina ráð sem
dugði — hann tók undir sig
stökk og stefndi beint á mig,
svo að ég varð til þess neyddur
að víkja sem hraðast. Þetta
endurtók sig æ ofan i æ. Enn
tókst mér að króa hann inni,
gersamlega vonlaus orðinn um,
að ég myndi ná honum. Ég
bjóst við, að hann mundi hlaupa
á mig enn einu sinni, og ósjálf-
rátt greip ég til þrautaráðsins:
Ég bað með allri einlægni og
trú unglingsins guð um að
hjálpa mér að ná klárnum. Og
er ég nú gekk að honum hreyfði
hann sig ekki úr sporum. Var
það vegna þess, að hann var
orðinn þreyttur á leiknum —
eða var það fyrir mátt einlægr-
ay bænar, að ég sigraði? Ég
hjjgsaði um það þá — sem
s^öggvast — og oft síðan. Hafi
ég ekki verið sannfærður um
mátt bænarinnar fyrr, þá sann-
f^srðist ég um hann á þessari
stund.
rxEn þegar ég nú reið berbakt
eftir bökkunum hló mér hugur
i a.brjósti — allt var gleymt,
nema að ég gat rekið erindi
mitt og þurfti ekki að lifa þá
sijaán, sem mér fannst það vera,
efc ég hefði borið lægri hlut í
þhssum skiftum og orðið að
gahga fyrir Halldór skólastjira
eftir að hafa gefist upp við að
reka það erindi, sem hann hafði
falið mér.
Traustlega var nú haldið í
tauminn og greitt riðið í Borgar-
nes og heim aftur og minnist
ég þess ekki, að neinn hafi haft
á orði, að ég hafi verið óeðli-
lega lengi í ferðinni. Og ekki
sagði ég þá alla söguna, Hall-
dóri né öðrum, en stundum
hefi ég sagt hana i kunningja-
hópi — á efri árum. — Þetta
var sú minningin, er Halldór
var mjög í huga mér, en hvergi
nærri sjálfur.
En ég á margar minningar
aðrar um Halldór skólastjóra frá
sumrunum áður en ég fór í
skólann. Hann hafði auga á
hverjum fingri, hvetjandi, leið-
beinandi, einnig okkur strák-
unum, kúskunum. Af honum
lærði ég og skildi, hvert yndi
það getur verið að fara með
vagn- og sláttuvélarhesta. Öllu
heyi var ekið heim á fjórhjóla
vögnum, með tveimur hestum
fyrir. Einhverjar minar beztu
stundir voru, er ég hafði Bleik-
ana tvo fyrir vagni eða sláttu-
vél, Borgar-Bleik og Dalakoil.
Hinn fyrrnefndi var fuHþungur
fyrir Dalakoll litla, sem er ein-
hver aðdáunarverðasta skepna,
sem ég hefi haft kynni af. Han*
var fagurlega byggður, fremur
saiiár, iéttstigur og tilfinninga-