Úrval - 01.12.1966, Side 3
Fífilskylda Grvli
Þess var þegar getið að bóndi
Grýlu hét Leppalúði; hann var að
Sllu samboðinn henni í háttum sín-
um, en ekki fullt eins skrímslisleg-
ur ef til vill. Þau áttu saman tutt-
ugu börn sem þulan segir:
Grýla var að sönnu
gömul herkerling,
bœði á hún bónda
og börn tuttugu.
Eitt heitir Skreppur,
annað Leppur,
þriðji Þröstur,
Þrándur hinn fjórði,
Böðvar og Brynki,
Bolli og Hnúta,
Koppur og Kippa,
Strokkur og Strympa,
Dallur og Dóni,
Sleggja og Sláni,
Djangi og Skotta.
Ol hún í elli
eint tvíbura,
Sighvat og Syrpu,
og sofnuðu bæði.
Urval
Útgefandi: Hilmir h.f., Skipholti
33, Sími 35320, P.O. Box 533, Rvík.
Ritstjórn:
Gísli Sigurðsson,
Sigurpáll Jónsson (ábm.),
Dreifingarstjóri:
Oskar Karlsson.
Af greiðsla:
Blaðadreifing, Laugavegi 133,
Sími 35320.
Káputeikning:
Halldór Pétursson.
Prentun og bókband:
Hilmir h.f.
Þau Grýla og Leppalúði áttu og
fleiri börn en þau sem hér eru talin
í þulunni; það voru piltar þeir sem
venjulega hafa verið kallaðir jóla-
sveinar. En þótt þeir séu fortaks-
laust kallaðir synir Grýlu og Leppa-
lúða í Grýlukvæði því sem prentað
»r í Snót er það sumra manna mál
að Grýla hafi átt þá áður en hún
giftist Leppalúða, og greinir þó
skki frá faðerni þeirra.
Myndamót:
Rafgraf h.f.
Kemur út mánaðarlega. - Verð ár-
gangs kr. 400,00, í lausasölu kr. 40.00