Úrval - 01.12.1966, Page 5
12. hefti
25. árg.
Úrval
Desember
1966
um hið heilaga likklæöi
Eftir Paul Vignon
í afar tilkomumikilli kapellu,
sem áföst er við dómkirkjuna í
Turin, er geymt líkklæði eitt, sem
hefur í margar aldir verið talið lík-
klæði Krists. Á líkklæði þessu, sem
er 14 fet á lengd, getur að líta
tvær ákaflega skýrar myndir af
baki og brjósti mannslíkama. Það
er skoðun manna, að þetta séu för
eftir líkama Krists, sem lagður hafi
verið í annan helming klæðisins,
*) Grein þessi birtist í tímaritinu
Scientific American 1937. Ritstjór-
ar þessa ameríska rits rannsökuðu
allar heimildirnar viðvíkjandi hinu
heilaga líkklœði og fengu nœgilega
staðfestingu á þeim til að telja
greinina réttmœta til birtingar. —
Þýð.
en hinn helmingurinn breiddur yf-
ir hann frá hvirfli til ilja.
Margir fræðimenn, bæði kaþólsk-
ir og aðrir, hafa mörg undanfar-
in ár haldið því fram, að myndirn-
ar á klæði þessu hafi verið málað-
ar einhverntíma á fjórtándu öld. En
síðan árið 1931 hafa tvær nefndir,
önnur ítölsk en hin frönsk, rannsak-
að minjagrip þennan á vísindaleg-
an hátt. Niðurstöður rannsókna
þessara færa fram sterk rök fyrir
því, að myndirnar séu ekki málað-
ar, en að þær séu för eftir mann-
legan líkama, sem myndazt hafi
fyrir alveg sérstakar náttúrulegar
orsakir, og að líkami þessi hafi ver-
ið líkami Krists.
Þegar líkklæðið var ljósmyndað
í fyrsta sinn, kom í ljós, að ljós-
brigðin í eftirmyndum þessum voru
Scientific American
3