Úrval - 01.12.1966, Side 11
ERU KENNSLUKONUR HEPPILEGAR . .
9
Samt sem áður halda skólarnir á-
fram á sinn þunglamalega hátt að
láta sem vísindi og tækni séu ein-
hver nýgræðingur eða glæfrafyrir-
tæki sem hafa ráðizt inn í ríki hinna
frjálsu lista með einhvers konar
brögðum og frekju. Ástandið er
oft svo hlægilegt að drengur getur
vaxið úr grasi án þess að fá í skóla
nokkra minnstu vitneskju um
frumatriði ýmissa nauðsynlegra
hluta í umhverfi sínu — báta, bíla,
útvarps, sjónvarps, flugvéla, geim-
fara, bygginga o.s.frv.
Ég er ekki að mæla með því að
drengir og stúlkur verði aðskilin
við kennslu. Hinn litli vitnisburður
sem við þegar höfum, sýnir að það
er ekki eins heppilegt og sam-
kennsla. Einnig er alltaf hætt við
að slíkur aðskilnaður komi hart
niður á sumum — í þessu tilviki
aðallega á stúlkunum. En takmark-
aður aðskilnaður sérstakra aldurs-
skeiða gæti haft betri áhrif. Mér
er næst að halda að sú menntun
sem hæfði drengjum bezt mundi
líka hæfa stúlkum og ég held að
við þurfum ekki eins að óttast að
stúlkurnar verði karlmannlegar og
það að drengirnir verði kvenlegir.
Sem kona verð ég að játa á mig
eigingjarnan og leyndan tilgang.
Um leið og karlmenn verða hvort
tveggja sterkari og gáfaðri er okkur
kvenfólkinu leyfilegt eða ráðlegt að
verða það, ekki fyrr. Og hvaða um-
bætur sem gerðar verða á náms-
efninu vegna drengja, munu þær
einnig hæfa stúlkum.
Það var verið að prófa nýjan kafbátsliðsforingja í björgun skip-
verja, sem fallið hefur útbyrðis. Tunnu var kastað í sjóinn, og átti
hún að tákna skipverja, sem dottið hefði útbyrðis. Þessi óreyndi liðs-
foringi var taugaóstyrkur og riglaður og var svo lengi að taka
ákvörðun, að t.unnan sogaðist niður í hringiðuna, sem myndaðist af
skrúfum kafbátsins. Þá breytti liðsforinginn um stefnu og sigldi aft-
ur á bak og yfir tunnuna. Ebn breytti hann um stefnu og fór nú
beint áfram og í heilan hring, þar til hann kom aftur að „fórnardýr-
inu'.“ Og nú sigldi hann tunnuna í kaf með stefninu. Nú var tunnan
augsýnilega „drukknuð". Það mátti heyra, hvernig hún skrölti utan
í bátnum undir honum. Að lokum stöðvaði liðsforinginn skipið og velti
því fyrir sér, hvað hann skyldi næst taka til bragðs.
Þá gall einn viðstaddra við: „Herra, mætti ég biðja yður stórrar
bónar? Ef ég dett einhvern tíma útbyrðis, viljið þér þá bara gjöra
svo vel að stöðva vélarnar og leyfa mér að synda hjálparlaust að skip-
inu?“
D. H.
Ef þér gengur ekki vel i fyrstu, reyndu þá aftur og aftur. Og sættu
þig svo við að vera eins og annað fólk.