Úrval - 01.12.1966, Side 11

Úrval - 01.12.1966, Side 11
ERU KENNSLUKONUR HEPPILEGAR . . 9 Samt sem áður halda skólarnir á- fram á sinn þunglamalega hátt að láta sem vísindi og tækni séu ein- hver nýgræðingur eða glæfrafyrir- tæki sem hafa ráðizt inn í ríki hinna frjálsu lista með einhvers konar brögðum og frekju. Ástandið er oft svo hlægilegt að drengur getur vaxið úr grasi án þess að fá í skóla nokkra minnstu vitneskju um frumatriði ýmissa nauðsynlegra hluta í umhverfi sínu — báta, bíla, útvarps, sjónvarps, flugvéla, geim- fara, bygginga o.s.frv. Ég er ekki að mæla með því að drengir og stúlkur verði aðskilin við kennslu. Hinn litli vitnisburður sem við þegar höfum, sýnir að það er ekki eins heppilegt og sam- kennsla. Einnig er alltaf hætt við að slíkur aðskilnaður komi hart niður á sumum — í þessu tilviki aðallega á stúlkunum. En takmark- aður aðskilnaður sérstakra aldurs- skeiða gæti haft betri áhrif. Mér er næst að halda að sú menntun sem hæfði drengjum bezt mundi líka hæfa stúlkum og ég held að við þurfum ekki eins að óttast að stúlkurnar verði karlmannlegar og það að drengirnir verði kvenlegir. Sem kona verð ég að játa á mig eigingjarnan og leyndan tilgang. Um leið og karlmenn verða hvort tveggja sterkari og gáfaðri er okkur kvenfólkinu leyfilegt eða ráðlegt að verða það, ekki fyrr. Og hvaða um- bætur sem gerðar verða á náms- efninu vegna drengja, munu þær einnig hæfa stúlkum. Það var verið að prófa nýjan kafbátsliðsforingja í björgun skip- verja, sem fallið hefur útbyrðis. Tunnu var kastað í sjóinn, og átti hún að tákna skipverja, sem dottið hefði útbyrðis. Þessi óreyndi liðs- foringi var taugaóstyrkur og riglaður og var svo lengi að taka ákvörðun, að t.unnan sogaðist niður í hringiðuna, sem myndaðist af skrúfum kafbátsins. Þá breytti liðsforinginn um stefnu og sigldi aft- ur á bak og yfir tunnuna. Ebn breytti hann um stefnu og fór nú beint áfram og í heilan hring, þar til hann kom aftur að „fórnardýr- inu'.“ Og nú sigldi hann tunnuna í kaf með stefninu. Nú var tunnan augsýnilega „drukknuð". Það mátti heyra, hvernig hún skrölti utan í bátnum undir honum. Að lokum stöðvaði liðsforinginn skipið og velti því fyrir sér, hvað hann skyldi næst taka til bragðs. Þá gall einn viðstaddra við: „Herra, mætti ég biðja yður stórrar bónar? Ef ég dett einhvern tíma útbyrðis, viljið þér þá bara gjöra svo vel að stöðva vélarnar og leyfa mér að synda hjálparlaust að skip- inu?“ D. H. Ef þér gengur ekki vel i fyrstu, reyndu þá aftur og aftur. Og sættu þig svo við að vera eins og annað fólk.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.