Úrval - 01.12.1966, Blaðsíða 21
BRÁÐGÁFUÐ BÖRN
19
má fagna því fyrir hönd þess sjálfs,
fjölskyldunnar og þjóðfélagsins, ef
þetta verður til þess, að ágætar
gáfur finnast og er leyft að njóta
sín, og barninu fengin tækifæri til
menntunar við sitt hæfi, annað-
hvort við listaskóla, dansskóla, tón-
listarskóla eða háskóla eða annað.
Allt þetta ætti að geta staðið því
opið. Það sem okkur varðar mestu,
er að hvert það barn sem þarfnast
þessara menntastofnana vegna
óvenjulegra hæfileika, fái þar inn-
göngu.
Foreldrum og kennurum, sem
fást við leit að slíkum sjaldgæfum
hæfileikum, mætti líkja við gull-
grafara og perlukafara. Gerum
þessa leit, sem flest, því fátt mun
borga sig betur.
Ég settist á stól á uppáhalds matbarnum njinum og pantaði skál
með spaghetti. Splunkuný frammistöðustúlka skrifaði hjá sér pöntun
mína og kom aftur með skál með grænmetissúpu í. „Ég held, að yður
hafi skjátlazt heldur betur,“ sagði ég, „því að ég pantaði spaghetti.“
Hún varð dálítið ringluð, en jafnaði sig brátt og sagði hressilega:
„Ó, hafið engar áhyggjur, ég get kippt því í lag í hvelli.' Svo tók hún
upp miðann, sem pöntunin var skrifuð á, strikaði yfir orðið „spaghetti"
og skrifað þess í stað orðið „grænmetissúpa". Nú var hún búin að kippa
þessu öllu í lag, brosti til mín með ánægjusvip og sneri sér að næsta
viðskiptavini. Ég gafst upp og sötraði í mig súpuna. H.A.B.
Heiðarlegur maður rakst eitt sinn á gamla sagnfræðilega skruddu
meðal bóka sinna, en skruddu þessa hafði einn forfaðir hans fengið
lánaða á almenningsbókasafni fyrir 129 árum. Þegar maðurinn skilaði
skruddunni, sleppti bókavörðurinn honum við að greiða hina himinháu
sekt og sagði bara: „Æ, þetta er alveg hundleiðinleg bók. Það gæti
svo sem tekið 129 ár að komast i gegnum hana.“
Hinn frægi franski myndhöggvari Rodin sagði eitt sinn: „Ég er
ásakaður fyrir að hugsa of mikið um konur. Um svað annað er
svo sem hægt að hugsa?“
James Laver
David Sarnoff, stjórnarformaður RCA, hefur alltaf átt við harða
samkeppni að stríða. „Ég er óvinum minum þakklátur," heyrði ég
hann eitt sinn segja. „Þeir geta hjálpað mér. Spark í rassinn þeytir
manni lengra áleiðis á framabrautinni en vingjarnlegt handaband."
Leonard Lyons