Úrval - 01.12.1966, Síða 22
Þannig
byrjaöi pað
Kæri R.......
Þegar ég opnaði bréfið þitt, og
sá af þér stúdentsmyndina, þá
fann ég að það var kominn tími
til að ég skrifaði þér bréfið, sem
ég hef verið að hugsa um lengi að
skrifa þér, en ekki talið tímabært
að skrifa fyrr en nú.
Þrjú og hálft ár er nú liðið, síð-
an ég bragðaði síðast vín, og það
veiztu, en nú ætla ég að segja þér
hreinskilnislega frá því, reynslu
minni, sem þú þekkir ekki og eins
ætla ég að segja þér frá á hvern
hátt þetta byrjaði.
Trú mín er sú, að þessi frásögn
mín geti hjálpað þér til að þekkja
betur sjálfan þig og jafnvel forðað
þér frá einhverjum þeim mistök-
um, sem hentu mig.
Ojdrykkjumaður
skrifar syni sínum
eftir Anonymos.
Þú mátt ekki halda, að ég álíti,
að það sé nokkur sérstök ástæða
til að ætla, að þú verðir ofdrykkju-
maður, þó að ég yrði það. Ofnæmi
fyrir áfengi er ekki arfgengt. Þú
getur verið viss, að ég óttast ekki
meir en eðlilegt er um þig, alls ekki
fremur en hvern annan ungan
mann, en ég er að sjálfsögðu hald-
in þeim eðlilega ótta, sem allir for-
eldrar ala í brjósti, þegar börnin
þeirra hafa náð þeim aldri, að þau
lenda óhjákvæmilega í snertingu
við þetta efni, sem nefnt er áfengi.
— Jæja, hugsar þú, þarna kem-
ur það, sem ég hefi lengi átt von
á. Gamli maðurinn hefur „frelsazt“,
og nú ætlar hann að fara að messa.
Nei, ég skal lofa þér því, að ég skal
ekki fara að predika, ég fékk sjálf-
20
Denever Post