Úrval - 01.12.1966, Síða 24

Úrval - 01.12.1966, Síða 24
22 ÚRVAL annars hræðzt. Því lengur, sem við byggðum tilveruna á þessu falska hugrekki, því minna hugrekki höfð- um við í raun og veru. Ef við drukkum, til þess að berjast við leiðindi og einmannaleika, leiddist okkur enn meira ódrukknum. Ég rakst á mína hækju í mesta sakleysi og vissi ekki fyrri til en ég var farinn að styðjast við hana. Við vorum nokkrir strákar sem vissum, hve gott það var að fá sér kældan bjór á laugardagskvöldum. Það var lítil krá um það bil fimm mílum fyrir utan borgina, sem var miðstöð okkar. Eftir að hafa inn- byrt hæfilegt magn af bjór — og það nokkurn veginn hættulaust magn — gátum við hlegið ofsahlátri að jafnvel heimskulegustu brönd- urum og yfir þessu var einhver hlýja og glaðværð, — sem villti um fyrir okkur. Maðurinn hefur skemmt sér á þennan hátt um þúsundir ára, og ég geri ráð fyrir, að hann haldi því áfram, hvort sem það er yfir bjórkollu í skógarferð, eða á barn- um á hótelinu. Þetta er það, sem kallað er samkvæmisdrykkja, og það er erfitt að berjast á móti henni. Eftir því sem ég bezt veit, er ég sá eini af hinum fyrrnefnda bjór- drykkjuhóp, sem varð ofdrykkju- maður. Lengi vel drakk ég ekki annað en bjór. Ég hafði ekki hug- mynd um, að ég væri vírihneigð- ari en almennt gerðist. En smátt og smátt jókst fjöldi þeirra tæki- færa, þar sem kringumstæður kröfðust þess að ég drykki. Á skrifstofunni, þar sem ég vann, eftir að ég fór úr skóla, vann stúlka, seb Judy hét. Hún var greind, hafði góða kímnigáfu og eins og segja mætti „kveikti" hún í mér. Ég bauð henni út og fór með hana á stað, sem ég hafði alls ekki efni á að sækja, til miðdegisverðar og á dansleik. Mig langaði til að hrífa hana. Þetta kvöld komst ég að raun um, að henni fannst ekki gaman að drekka áfengi. Hún var ekki á móti því — en hún hafði enga löng- un til þess. En við skemmtum okk- ur vel, og þegar ég fylgdi henni heim, bauð hún mér góða nótt á þann hátt, að mér fannst hún mundi ekkert hafa á móti því að fara út með mér aftur. Hið merkilega við þetta er það, að ég bauð Judy aldrei út aftur. Ég gaf hana upp á bátinn og fór að leita að annarri stúlku. Ég dáði Judy ákaflega og hún var mér mik- ilsverð, en þrátt fyrir þetta gat ég ekki hugsað mér að vera langtím- um samvistum við stúlku, sem ekki þætti gaman að drekka áfengi. Því átti ég nú um tvo kosti að velja. Ég valdi áfengið. Ég átti reyndar eftir að velja þann kost oftar en einu sinni. Ég leitaði uppi stúlkur, sem eyddu frí- stundum sínum eins og ég — við barborðið. Ég efast um að mér hefði fundizt þær skemmtilegar án þessa lífsvökva sem alltaf var með í spil- inu. Allan þennan tíma voru að þróast með mér þeir tvennir hæfi- leikar, sem finnanlegir eru meðal flestra drykkjumanna: hæfileikinn til þess að leyna aðra, hversu mikið ég hefði drukkið, og hæfileikinn til þess að leyna sjálfan mig, hversu i
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.