Úrval - 01.12.1966, Page 27
Þekktur læknir
nejnir hér
Hinar átta fæðutegundir
sem örva kynþrótt
Eftir Harald J. Taul
Fyrir þúsundum ára,
áður en Abraham, íor-
faðir Hebreanna fædd-
ist, átu konur sætindi
búin til úr hunangi og
sesamjurtakjörnum, til þess að
auka frjósemi sína og bólgleði. Sú
hefur verið trú manna og allt til
þessa dags, að ostruát örvi getu
karlmannsins til kvenna. Lækna-
vísindi hafa síðasta mannsaldurinn
hlegið að öllum slíkum kerlinga-
bókum, þar til nú síðustu fimm ár-
in, að hlátur þeirra sljákkaði. Þeir
hafa sem sé komizt að þeirri nið-
urstöðu, að mörg þessara gömlu
húsráða sem snertu mataræði og
kyngetu voru ekki eins fjarstæðu-
kennd og þeir höfðu haldið. Og nú
eru margir fæðusérfræðingar sem
óðast að komast á þá skoðun, að
það sé náið samband á milli fæð-
unnar sem við neytum og kynheil-
brigði okkar og dugnaðar á því
sviði. Aldagömul reynsla alþýðunn-
ar í notkun ýmissa jurta og lyfja,
hefur sannað ágæti sitt svo að ekki
verður um villzt, í lyfjum eins og
fúkkalyfjunum (penicillini), ýms-
um meltingalyfjumoghöfuðverkjar-
lyfjum (asprini), og jafnframt hef-
ur það nú sannazt að kerlingabæk-
urnar um sambandið á milli fæð-
unnar og kynþarfarinnar eru einnig
á rökum byggðar.
Það virðist mega rekja til nær-
ingarinnar ýmislegt það, sem þjá-
ir manninn á þessu sviði, eins og
getuleysi karla, kyndeyfð kvenna,
ótímabært sáðlát og ennfremur þá
Pageant
25