Úrval - 01.12.1966, Blaðsíða 28

Úrval - 01.12.1966, Blaðsíða 28
26 ÚRVAL óslökkvandi ástríðu, sem konan er haldin, ef hún getur ekki fengið fullnægingu. Kynheilbrigði byggist ekki ein- vörðungu á almennri líkamlegri heilbrigði, heldur jafnframt á heil- brigðri og réttri starfsemi þeirra kirtla sem skila vökva sínum beint inn í blóðrásina. Starfsemi þessara kirtla krefst réttrar næringar, þarna myndast víxláhrif, þannig að rétt næring og hæfileg örvar hor- mónaframleiðslu kirtlanna og hor- mónaframleiðslan síðan aftur starfsemi kirtlana. Dr. Leathem segist vilja gera mönnum ljósa þá mikilvægu staðreynd að kyn- þörfin byggist á kirtlastarfsemi og kirtlastarfsemin síðan aftur á al- mennri líkamlegri heilbrigði mannsins, og er þetta sem kunnugt er ein samfelld keðjuverkun. Þess vegna er nauðsynlegt að les- andanum sé ljóst, að enda þótt hér sé fjallað sérstaklega um þær fæðu- tegundir, sem hafa áhrif á starf- semi þessara kynkirtla, þá hefur líkamleg hreysti einnig áhrif á kyngetu fólks. Þær fæðutegundir sem hér verða nefndar eru ekki lostavekjandi eða örvandi á þann hátt, heldur er um að ræða nauð- synleg efni til heilbrigðrar starf- semi kynkirtlanna. f þessu sam- bandi er rétt að geta þess, að örv- andi kynlyf, ef þau eru þá til, ber að forðast, þar sem kynkirtlarnir eru sérlega næmir og þurfa lítið til að eðlileg starfsemi þeirra trufl- ist. Þar hreiðrar krabbinn til dæm- is oft um sig. Sérhvert lyf, sem örvar þá kirtla getur því jafnframt valdið óeðlilegri starfsemi þeirra og meinsemd, sem hver einstakling- ur myndi láta sinn síðasta eyri fyrir að losna við. Á það má einnig benda, að sé allt með felldu, þá er kynþörf manna það mikil, að sjald- an er á það bætandi, og nægir í langflestum tilfellum, og óeðlileg örvun gæti hæglega ofboðið hinu hjónanna. Það er svo allt önnur saga, að fólk neyti fæðu, sem hjálpar til þess að kirtlastarfsemi manna haldist eðlileg og eins og hún getur mest orðið með eðlilegum hætti. Slíku fylgir ekkert óeðlilegt né nokkur hætta og sé þessarar fæðu neytt hefur það yfirleitt almenna líkam- lega heilbrigði í för með sér. Tökum til dæmis sáðkirtlana eða sáðgöngin. Þessi kirtill framleiðir að mestu leyti hinn margsamsetta vökva sem kallast sæði karlmanns- ins. Þessir kirtlar auka hormóna- starfsemina og jafnframt blóð- strauminn, og síðan eru það þeir sem fylla manninn ánægju við sáð- lát. Sáðkirtill sem ekki starfar eðli- lega er mjög veikur fyrir allskonar meisemdum og krabbamyndun, stundum þrengir hann að þvag- göngunum og hindrar þvaglát og getur það leitt til eitrunar. Það hlýtur því að vera gleðiefni, bæði körlum og konum, að tekizt hefur að finna orsakir þeirrar gömlu trúar að ostruát örvaði kyn- starfsemina. Nýjustu rannsóknir hafa leitt í ljós að meginmunur á efnasamsetningu heilbrigðs og sjúks sáðkirtils liggur í zinkmagni kirtilvöðvanna. Það virðist eins og skortur á zinki sé aðalorsök þess,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.