Úrval - 01.12.1966, Síða 29

Úrval - 01.12.1966, Síða 29
HINAR ÁTTA FÆÐUTEGUNDIR SEM . . . 27 ef sáðkirtillinn starfar ekki eðli- lega. Og hvergi finnurðu meira af zinki í fæðu en í ostrunni. En ostru- átið hefur fleira gott í för með sér. í eggjahvítu ostrunnar er að finna þrennskonar sýrur, sem eru einu nafni nefndar aminosýrur og þykja ekki nauðsynlegar manninum, þar sem líkami hans hafi einmitt hæfi- leika til að framleiða slíkar sýrur sjálfur eftir þörfum. Að öllu eðlilegu ættum við því ekki að þarfnast þeirra í fæðu okkar, en samt er það svo, að eftir því sem maður eldist minnkar jafnframt hæfileiki hans til að framleiða þessar sýrur og þá kemur ostruátið að góðum notum, þegar einnig þar við bæt- ist að ostrur eru ríkar af A-víta- míni, sem nauðsynlegt er fyrir slímhúðina og þá ekki síður hina mikilsverðu slímhúð sáðganganna. Sú fæða sem vísindamenn í dag telja örvandi fyrir kynstarfsemi mannsins er miklu fjölbreyttari en hinar gömlu kerlingabækur töldu. Ein sú fæðutegund, sem menn hafa uppgötvað að er manninum sér- lega haldkvæm í þessu efni er mjólkin. Dr. Leathem við Kutgers- háskólann segir að þetta eigi sér orsök í hinni sérstöku gerð mjólk- ur-eggjahvítunnar, sem nýtur þeirrar virðingar að vera eggja- hvíturíkasta fæða, sem menn kunna enn skil á. Þar að auki er mj ólk- in auðmeltari og nýtist manninum betur en nokkur önnur eggjahvítu- rík fæða, jafnvel notadrýgri en eggjahvítan í nautasteikinni. Aðalaflvaki kynkirtlanna er hor- món sá sem heiladingullinn gefur frá sér, og þessi hormón, segir dr. Leathem er að mestu eggjahvítu efni, og eggjahvíta er manninum höfuðnauðsyn sökum þessa hor- móns. Þar sem heiladingullinn er ekki sérlengur kynkirtill heldur allri líkamsstarfseminni nauðsynlegur, er hormónagjöf hans báðum kynj- um jafnauðsynleg og því er mjólk- urdrykkjan konum ekki síður nauðsynleg en körlum. Mjólkin er líka mjög auðug af A-vítamínum og konum því mjög nauðsynleg, þar sem kynhvöt þeirra er svo mjög bundin slímhúðarstarfseminni, en A-vítamín er slímhúðinni nauðsyn sem fyrr segir. Þannig er nauðsynlegt, segir þessi doktor, að karlar sem konur neyti mjólkur eða mjólkurfæðu daglega. Ostur getur komið í stað mjólkurinnar hjá þeim, sem ekki geta drukkið mjólk og mega ekki þann drykk sjá, en þeir eru marg- ir, og er ostur jafnvel enn betri í áður nefndu skyni en mjólkin, þar sem hann er enn eggjahvítuauð- ugri en hún. Egg koma að sjálfsögðu að gagni, enda er það gömul aðlþýðutrú líkt og ostruátið, að hvítan í egginu sé mjög örvandi fyrir kynstarfsemina. Sumir telja hana jafnvel enn betri en mjólk og þó að alþýðutrúin hafi verið sú, að eggjaátið væri fyrst og fremst nauðsyn fyrir karla, þá eru vísindin þeirrar skoðunar, að það sé ekki siður nauðsynlegt fyr- ir kvenfólk. Ein er sú trú alþýðunnar, sem lengi er búin að vera við líði og er enn í dag hjá þeim sem vel mega
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.